<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Úps! 

Heyriði nú mig. Ég er greinilega ekki að standa mig í þessum skrifum. Enda ekki margt fréttnæmt svo sem verið um að tala núna þessar síðustu vikur.

Skóli - Vinna - Sofa - Lítil hreyfing.

Er alveg komin með það á hreynt að ég er örugglega á réttri hillu í fræðilegu tölvunarfræðinni (Agent Based forritunarverkefni alveg að fara með mig!)
Kannski er þetta þjálfunarleysi, eða rafmangsleysi :p

Mikið ofboðslega vildi ég koms þessu rafmagni hérna á Hvanneyri í betra lag. Það má
ekki hreyfa vind þá verða þvílíkar sveiflur á rafmagninu að það er engu lagi líkt. Netþjónarnir ekki alveg að gúddera það að vera on/off UPS daginn út og inn.

Annars hef ég alveg komist í skólann alla daga þrátt fyrir veður og vinda. Nýji bíllinn alveg að standa sig. :)
Hélt nú samt mjög fast í stýrið einn morguninn, og ég verð bara að segja að það er sjaldan sem manni finnst gott að hafa rigninuna en þegar það rignir þá getur maður séð hvar hviðurnar koma og undirbúið sig :p

Jæja vildi bara skrifa eitthvað svona til tilbreytingar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?