<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Held að ég sé að fara að flytja!! 

Já ég þurfti að skreppa í Rvk. í gær og leit inn í nýju frjálsíþróttahöllina. Er ekki búin að æfa þarna, en ég er ekki frá því að ég ætli bara að flytja þangað. Þvílíkt sem ég væri tilbúin að vera að fara að æfa þar í kvöld í staðin fyrir að vera í snjókomunni hérna í Borgarfirðinum.

Til hamingju allir frjálsíþróttamenn með aðstöðuna.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Flutningar 

Já nú er enn ein helgin liðin og það er komin aðventa. Rosalega líður tíminn hratt. Helgin var notuð í ýmislegt. Á föstudag brunaði ég eftir vinnu á Skeiðin og gerði ekki neitt það kvöld.
Á laugardaginn var síðan heljarinnar flutingar. Auðunn bróðir og fjölskylda voru sem sagt að flytja. Gekk það allt saman stóráfalla laust, en það er ekki laust við að ég sé marin og blá á ólíklegustu stöðum og með strengi í framhandleggjunum. En það er geðveikt flott húsið sem þau voru að flytja í.
Og fyrst að ég er farin að tala um hús og flutninga þá er Gestur bróðir líka að fara að flytja eftir áramót. Held að það sé einhver keppni í gangi þarna. En þar sem að ég var fyrirfram gjörsamlega búin að tapa þessari keppni þá fór ég bara og keypti mér gallabuxur þegar ég frétti þetta og hélt áfram að safna mér fyrir nýrri dýnu í rúmið mitt. Ekkert annað að gera í stöðunni!!
Sunnudaginn notaði ég síðan til að sofa út, slappa af og þvælast um Reykjavík í leit að jólagjöfum. Endaði auðvitað á því að kaupa eitthvað af þeim og ýmsu öðru.

Þetta var sem sagt helgin.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Betra seint en aldrei 

Ég verð bara að óska Kristínu og Auvini og Möggu og Eyfa til hamingju þó seint sé.

Kristín átti sem sagt stelpu 11. nóvember og Magga átti strák 13. nóvember.

Annars er ekkert að frétta af mér og ég er að reyna að plana bara sem minnst næstu daga því þá þarf ég síður að breyta því.

Kveðja frá Hvanneyrinni.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Ætli það sé ekki best að láta aðeins heyra í sér. Annars eru síðustu dagar búnir að vera ansi svona upp og ofan.

Fyrst skal nefna það að það var Árshátíð hjá nemendum hérna við LBHI á laugardagskvöldið. Hef nú alltaf farið þangað síðan að ég byrjaði að vinna hérna en einn aðili kom mér bara í þá óþægilegu aðstöðu að ég bara gat ekki hugsað mér að fara þangað. En bíð spennt eftir því að sjá myndir og heyra kjaftasögur af því sem gerðist.

Á föstudaginn var skipulagið að fara á Kollubar (Öðru nafni Pubbinn Na Strovia or what ever)Þar átti að sýna upptöku frá Borgarfjarðarædolinu. Ég fór þangað og horfði á hitt Idolið en svo voru bara orðin svo mikil læti þegar kom að hinu að ég fór bara heim að sofa og vonandi fæ ég bara spóluna með hinu lánaða einhvertíma.

Á laugardaginn brunaði ég síðan heim. Hef greinilega brunað aðeins of hratt því ég var stoppuð af löggunni á heiðinni :( Ekkert gaman af því og hefði alveg viljað eyða peningunum í annað en hraðasekt. Var í ansi mikilli fýlu út í sjálfa mig það sem eftir var helgarinnar. En það sem reddaði alveg helginni var það að Gunna frænka, Palli, Sigrún Kara og Elva komu og voru í sveitinni um helgina og voru jólasveinar föndraðir í miklum móð.

Ekki meira af bulli í bili.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Shitt happens!! 

Ég get eiginlega ekki sagt neitt annað. Því miður var ég ekki nógu snögg að fara með myndavélina til að sýna ykkur hvað ég er að meina.
Málið var að ventillinn á haugpokanum í fjósinu hérna á Hvanneyri bilaði í fyrrinótt. Og viti menn það var ansi óskemmtileg aðkoma að fjósinu í gærmorgunn. Þar sem að allt gúmmelaðið hafði runnið til baka og fyllt mjaltabásinn. Og þá er ég að tala um að allir mótorarnir og vélarnar voru á kafi í skít!!
Bara svona ykkur til fróðleiks þá var allri mjólkinni úr morgunmjöltunum hennt, enda ekki geðsleg lykt af henni, svo ég tali ekki um hugsanlegt gerla- og frumuinnihald.

Ég öfunda sem sagt ekki Kela og Ísgeir af verkefni þeirra næstu dagana.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Orð slitin úr samhengi!! 

Smá hugarflug/spurning í gangi hérna. En hversu mikið geta setningar hljómað illa þegar þær eru slitnar úr samhengi. Tökum sem dæmi þessa hérna sem var sögð við mig fyrir nokkru.

"Mig vantar viðhald. Mamma þín sagði að ég mætti misnota þig!"

Þegar þessi orð voru töluð fannst mér þau als ekki óviðeigandi, en ef maður tekur setninguna svona eina sér þá hljómar hún mjög illa.

Hvað haldið þið að hafi verið í gangi þarna?

Föstudagur eina ferðina enn. 

Já vikan er bara að verða búin. Jibbý. Þó svo að ég hefði alveg viljað fá helgina aðeins fyrr. Er eitthvað búin að vera svo þreytt þessa vikuna, þó svo að ég sé að vakna alveg útsofin klukkan 6 á morgnana! Kenni rigningunni og myrkrinu um. Ekki spurning. Reyndar get

Ekkert merkilegt gerst í vinnunni sem ég man eftir. Nema kannski að ég er búin að losna við tölvuna með fjóslyktinni og er sá blessaði gripur aftur farinn að safna í sig lykt. Vonandi verður ekki svona mikið mál að tæma hana af gögnum næst...

Plönin fyrir helgina er ósköp róleg enn sem komið er. Ætla reyndar að skreppa smá í höfuðborgina á laugardag en annars er bara chill á planinu.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jæja helgin er bara búin og meira en það. Svona það helsta sem um var að vera hjá mér var þetta.

- Fór á Borgarfjarðarædolið á föstudagskvöldið. Þar var ungur strákur að nafni Atli sem bar sigur úr bítum eftir harða keppni við Ástu Kristínu. Að mínu mati var Ásta mun betri söngvari en hún fór ansi frjálslega með textana, að maður segi ekki meir.
- Eftir Ædolið var brunað beint heim í sveitina. Og var þá klukkan orðin ansi margt.
- Laugardeginum eyddi ég síðan með Elvu og Katiu. Þurfti nú ekki mikið að hafa fyrir þeim þannig að það var bara rólegur dagur. En hafði það samt af að þvo bílinn minn. Og það í myrkri ;)
- Á sunnudaginn skrapp ég í heimsókn á Laugarvatn til Bjössa og Gunnhildar að kíkja á litlu prinsessuna. Og auðvitað Guðmund Gígjar líka. Afskaplega gott alltaf að heimsækja þau.


Þetta var sem sagt helgin í grófum dráttum.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Það er kominn föstudagur... ákaflega skýr og fagur 

En það er enn sama lyktin hjá mér. Mikið verð ég fegin þegar ég verð búin að brenna þessum 60 GB á diska og losna við blessuðu fjóstölvuna. Væri nú munur að efnið sem maður væri að brenna væri eitthvað annað en kvígur í stýjum annað hvort að éta eða ekki éta.... Ekki meira um það.

Í kvöld er svo Borgarfjarðar Ædolið. Ekki spurning um það að það verður geðveikt gaman. Verð reyndar aðeins að hjálpa til við tæknimál en ætla að njóta þess að horfa á á milli. Af þeim atriðum sem ég hef fengið að sjá æfingu af þá verður þetta algjör snilld þannig að ég mæli með því að fólk skelli sér í Brún í kvöld... byrjar 20:30.

Síðan er stefnan sett á að fara á Suðurlandið á laugardag ( sem minnir mig á það að ég þarf að hringja í mann og annan.) Og er ætlunin að gera sem minnst....

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Best að láta heyra eitthvað í sér. 

Jæja langt síðan ég hef skrifað hérna.

Síðastu helgi var ekki mikið framkvæmt. Ákvað vegna veðurs að fara ekki austur á Skeið fyrr en á laugardags morgun. Síðan fór restin af laugardeginum í tölvuvesen fyrir mömmu. Sunnudagurinn fór síðan að mestu í afslöppun og smá heimsókn til tvíburana. En síðan var bara brunað aftur á Hvanneyri.

Þetta var sem sagt helgin. En eftir það hef ég bara verið með magaverki og leiðindi en alltaf skal maður samt drulla sér í vinnuna. Leiðinda vírusar búnir að vera að pirra okkur hérna seinustu daga og vonandi eru þeir búnir að gefast upp fyrir þrjóskunni í okkur.

Annars verð ég bara að koma því að að SUMIR ÞJÓÐVERJAR (nefni engin nöfn) eru alveg að verða búnir að brenna mínar fínustu yfir.

Svo verð ég að fræða ykkur með því að það er ótrúlega mikil lykt sem getur fest í tölvum. Ég er búin að vera að vinna með rannsóknatölvuna úr fjósinu núna í gær og í dag og ég er gjörsamlega að kafna úr fjósalykt!!
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti fjósum en lyktin sem er það á ekki heima á skrifstofunni minni ;)

Ekki meira núna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?