mánudagur, nóvember 28, 2005
Flutningar
Já nú er enn ein helgin liðin og það er komin aðventa. Rosalega líður tíminn hratt. Helgin var notuð í ýmislegt. Á föstudag brunaði ég eftir vinnu á Skeiðin og gerði ekki neitt það kvöld.
Á laugardaginn var síðan heljarinnar flutingar. Auðunn bróðir og fjölskylda voru sem sagt að flytja. Gekk það allt saman stóráfalla laust, en það er ekki laust við að ég sé marin og blá á ólíklegustu stöðum og með strengi í framhandleggjunum. En það er geðveikt flott húsið sem þau voru að flytja í.
Og fyrst að ég er farin að tala um hús og flutninga þá er Gestur bróðir líka að fara að flytja eftir áramót. Held að það sé einhver keppni í gangi þarna. En þar sem að ég var fyrirfram gjörsamlega búin að tapa þessari keppni þá fór ég bara og keypti mér gallabuxur þegar ég frétti þetta og hélt áfram að safna mér fyrir nýrri dýnu í rúmið mitt. Ekkert annað að gera í stöðunni!!
Sunnudaginn notaði ég síðan til að sofa út, slappa af og þvælast um Reykjavík í leit að jólagjöfum. Endaði auðvitað á því að kaupa eitthvað af þeim og ýmsu öðru.
Þetta var sem sagt helgin.
Á laugardaginn var síðan heljarinnar flutingar. Auðunn bróðir og fjölskylda voru sem sagt að flytja. Gekk það allt saman stóráfalla laust, en það er ekki laust við að ég sé marin og blá á ólíklegustu stöðum og með strengi í framhandleggjunum. En það er geðveikt flott húsið sem þau voru að flytja í.
Og fyrst að ég er farin að tala um hús og flutninga þá er Gestur bróðir líka að fara að flytja eftir áramót. Held að það sé einhver keppni í gangi þarna. En þar sem að ég var fyrirfram gjörsamlega búin að tapa þessari keppni þá fór ég bara og keypti mér gallabuxur þegar ég frétti þetta og hélt áfram að safna mér fyrir nýrri dýnu í rúmið mitt. Ekkert annað að gera í stöðunni!!
Sunnudaginn notaði ég síðan til að sofa út, slappa af og þvælast um Reykjavík í leit að jólagjöfum. Endaði auðvitað á því að kaupa eitthvað af þeim og ýmsu öðru.
Þetta var sem sagt helgin.
Comments:
Skrifa ummæli