<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 24, 2006

Síðustu dagar 

Ætli maður verði nú ekki að fara að setja eitthvað hérna inn.
Ýmislegt sem ég er búin að bralla síðan síðast.

Fór eins og ég nefndi í Þórsmörk um helgina. Alveg snilldar helgi. Þar sem miklu var komið í verk og enginn að hafa miklar áhyggjur af Söngvakeppnum. Enda getur söngurinn ekki verið góður þegar hæst heyrist í mér í hópsöng!! Varð bara að láta aðeins heyra í mér þar sem aðrir voru bara að singja á einhverjum tónum sem ég var bara als ekki að ráða við ;)
Það var mikið málað en ekki er ég nú viss um að besta veðrið til að mála í sé snjókoma!! Svo var líka borið í stýga byggðar brýr, gluggakystur smíðaðar, skrapað járn, klósett þryfin, dýnur viðraðar, gluggar þryfnir, og svo margt margt meira.
Svo var vel tekið á því í fótbolta... full(orðnir) á móti hinum. Margir ansi glæsilegir taktar. En Helgi var auðvitað glæsilegastur að festast í tré... spurning um að fórna sér. Síðan var nettur Útilegumannaleikur. Steinþóri tókst að það ég best veit ekki að slasa sig. :)

Er síðan búin að vera ansi þreytt í byrjun vikunnar. Get ekki sagt að ég hafi átt mjög létt með að halda mér vakandi í yfirsetu yfir prófi í morgun.
Annars er ég búin að æfa nokkuð vel í vikunni, en hef ekki treyst mér til að kasta í þessum kulda með höndina eins og hún er ... Spurning um að reyna stundum að hafa vit fyrir sjálfum sér!!

Annars segi ég bara bless í bili.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Eitt og annað og mest samhengislaust!! 

Ég verð bara að fara að skrifa eitthvað hérna, enda ýmislegt sem ég er búin að vera að gera síðan að ég skrifaði síðast.

Um helgina fór ég heim í sveitina og fór í massa skurðaleik. Maður gerði þetta nú stundum þegar maður var yngri en núna var einhver tilgangur með þessu og stórtækari vinnuvélar notaðar. Ekki bara stígvélin. Það á eitthvað að fara að setja rör í skurðinn til að það verði engin hætta á að börnin sem koma í heimsókn detti í hann. (Við hin sem erum búin að detta í hann verðum bara að reyna að lýsa því síðar fyrir þeim sem ekki náðu því!!)

Sunnudagurinn var síðan bara afslappaður, fór á bútasaumssýningu hjá Gunnu frænku. Rosalega flottir hlutir þarna. Endaði svo góða helgi á heljarinnar brennsluæfingu.

Meira hvað veðrið er búið að vera gott. Þetta hefur þannig áhrif á mig að það á bara að gera allt... og það núna.

Æfingarnar hafa gengið svona upp og ofan. Sumir hlutir eru að ganga bara alveg glimmrandi á meðan að aðrir hlutir ganga vægast sagt hörmulega. Veikindin í vetur hljóta auðvitað að koma einhverstaðar fram. Ætla bara ekkert að vera að orðlengja það neitt meira!!

En svo er Eurovision bara að fara að skella á!! Stefni á að fylgjast grant með á fimmtudaginn en á laugardaginn verð ég væntanlega í Þórsmörk og efast um að það náist eitthvað að horfa á Silvíu Nótt þar!! Væri auðvitað tilraunarinnar virði að fara með rafstöð/rafgeymi og sjónvarp upp á Valahnjúk til að horfa á!!

Ekki meira núna.
Kv. Vigdís

þriðjudagur, maí 09, 2006

Skynsamlegt, einfalt og kostar ekki neitt en getur bjargað lífi þínu! 

Er ICE-neyðarnúmer í GSM símanum þínum?
- gæti bjargað lífi þínu
Eftir að hafa æ ofan í æ lent í vandræðum með að finna símanúmer nánustu aðstandenda þeirra sem lent höfðu í slysum eða skyndilegum veikindum fékk breskur sjúkraflutningamaður þá góðu hugmynd að gott væri að fólk setti símanúmer einhvers sinna nánustu í símaskrá GSM símans undir nafninu ICE en ICE er skammstöfun fyrir "In Case of Emergency"
Sjúkraflutningamaðurinn kom þessari strax hugmynd á framfæri og nú breiðist hún um heiminn með örskotshraða og er þegar orðinn eins konar alheims- "standard." Hvað með þig ágæti lesandi? Hefur þú sett símanúmer þíns nánasta aðstandanda í símaskrána í gemsanum þínum undir ICE?

Þegar sjúkraflutningafólk, læknar og hjúkrunarfólk hlynna af fólki sem lent hefur í slysum eða bráðum veikindum er eitt af því sem þarf að gera að ná strax í nánustu aðstandendur og láta þá vita og ekki síður til að fá upplýsingar. Oft er byrjað á því að leita í minni GSM síma hins sjúka eða slasaða, en oftast er ómögulegt að sjá af nafnalistanum í minni símans hver á listanum er nánasti aðstandandi. En standi bókstafirnir ICE er allt á hreinu með það og hægt að hringja strax.

Talsmaður sænsku neyðarlínunnar segir þessa hugmynd frábæra og hvetur alla til að setja stafina ICE og símanúmer nánasta aðstandanda síns þar undir í minni gemsans. Hann segir að í neyðartilfellum geti það skipt sköpum að samband náist við nánustu aðstandendur hið fyrsta. Með því að nota stafina ICE þá viti sjúkraflutningamenn, lögregla og hjúkrunarfólk nánast hvar sem er í veröldinni undireins að þarna sé það númer sem hringja skuli í til að fá upplýsingar um hver hinn veiki eða slasaði er
eða t.d. hvort hann sé hrjáður af einhverjum sjúkdómum, hvaða lyf má gefa honum o.s.frv.

Þetta er skynsamlegt, einfalt og kostar ekki neitt en getur bjargað lífi þínu!!

Ohhh!! hvað maður getur stundum verið skrítinn! 

Var að lesa yfir gulu miðana á skjáborðinu hjá mér og tók þá eftir því að á meira en helmingi miðanna hef ég sett kv. Vigdís fyrir neðan. Það er nú ekki eins og það séu einhverjir aðrir sem eru að fara að nota þessa miða ;)

laugardagur, maí 06, 2006

Vetlingar á hægri hendi!! 

Jæja nú er ég í sveitinni og er aldeilis búin að taka til hendinni.
Þegar ég var að taka mig til í byrjun þá tók ég eftir því að í körfunni með vinnu vetlingunum voru 12 vetlingar á vinstri hendi og 2 á hægri!! Hvað er eiginlega málið með vetlingana á hægri hendina?

Áttaði mig reynda síðar á því að þegar menn ætla að hætta vetlinga tökunum þá er það væntanlega fyrst hægri vetlingurinn sem er tekinn af og settur ... æ hvar setti ég nú aftur vetlinginn.

Jæja held að það væri líklega hagkvæmast að hafa bæði jafn mikið af örfhentu fólki og rétthentu til að jafna út slitið á vetlingunum..

Kv. Vigdís skógarhöggsmaður...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Skondnar staðreyndir 

Fann þetta á einni heimasíðu og ákvað að gerast svo kræf að stela því bara!!

Í Ástralíu er bannað að stunda kynlíf með kengúrum auk þess sem bannað er að eiga rúm á ákveðnum stöðum án tilskilinna leyfa. Almennir borgarar mega heldur ekki skipta um ljósaperur. Löggiltir rafvirkjar mega einir gera slíkt. Það fáránlegasta af þessu öllu saman er kannski það að í bænum Victoria er bannað að vera í bleikum stuttbuxum eftir hádegi á sunnudögum.

Í bænum Santa Cruz í Bólivíu er bannað að stunda kynlíf með móður og dóttur á sama tíma. (ojojojojojojojojoj)

Kanadabúum er bannað að stíga um borð í flugvél eftir að hún er farin á loft. Það er líka ólöglegt að fjarlægja plástur og önnur sárabindi opinberlega. Í bæ einum segja lögin enn fremur til um að þegar fangi losnar úr fangelsi skal honum afhent hlaðin byssa ásamt hesti svo hann geti riðið út úr bænum sem fyrst.

Íbúum Calgary er bannað að kasta snjóboltum án þess að hafa sérstakt leyfi frá bæjarstjóra og í Nova Scotia er bannað að vökva garða þegar það rignir. Þar er jafnframt bannað að prumpa á meðan maður reykir en í bænum Oxbridge er bannað að hafa internettengingu sem er öflugri en 56k.

Í Kólumbíska bænum Cali mega konur aðeins stunda kynlíf með eiginmanni sínum og þegar það gerist í fyrsta skipti skal móðir konunnar vera viðstödd. Enskum konum er bannað að borða súkkulaði í almenningssamgöngutækjum, s.s. lestum og strætisvögnum. Það er líka bannað að borða bökur á jóladag og svo mega eiginmenn alls ekki lemja konur sínar eftir kl. 21 á kvöldin.

Í Frakklandi er bannað að kyssast á járnbrautastöðvum og þarlendir svínabændur mega ekki undir neinum kringumstæðum kalla svínið sitt Napóleon.

Í Indónesíu liggur dauðarefsing við sjálfsfróun. Ítalskir karlmenn mega ekki ganga um í kjólum. Ef þeir gera það eiga þeir á hættu að verða handteknir. Það er líka bannað að blóta opinberlega og í vissum héröðum mega konur sem heita María ekki stunda vændi.

Í Líbanon mega menn stunda kynlíf með dýrum svo framarlega sem dýrið er kvenkyns. Ef það er karlkyns liggur dauðarefsing við brotinu.

Í Sádí-Arabíu mega karlkyns læknar ekki meðhöndla konur. Lögin segja jafnframt að konur megi ekki gerast læknar. (eiga knurnar þá bara að drepast eða hvað?) Í Sviss mega menn ekki pissa standandi eftir kl. 22 og heldur ekki hengja upp þvott utandyra, þvo bíla eða slá gras á sunnudögum. Þá liggja sektir við því að gleyma lyklum í ólæstum bílum.

Í Singapore eru munnmök með öllu ólögleg auk þess sem samkynhneigð er alls ekki leyfð. Ennfremur er allt klám bannað og fólk má ekki ganga um nakið heima hjá sér þar sem það er talið til kláms.

Í Skotlandi segja lögin að ef einhver bankar upp á og biður um að fá að nota klósett þá skal hann fá að gera það ella hljóti húsráðandi sektir.

Í Tælandi er ólöglegt að fara út úr húsi án þess að vera í nærfötum.

Í Alabama er bannað að keyra með bundið fyrir augun og það má heldur ekki sigla bátum á götunum. Það furðulegasta er samt að fólk má ekki vera með vöffluís í rassvasanum!

Íbúum Alaska er mjög umhugað um elgina sína og þar af leiðandi stendur það í lögum að ekki megi láta þá hanga úr flugvél. Það má heldur ekki henda þeim út úr flugvélum eða gefa þeim áfengi. Asnar mega ekki sofa í baðkörum í Arizona og þar að auki er ólöglegt að hafa fleiri en tvö kynlífshjálpartæki á einu og sama heimilinu.

Í Maricoba County mega svo ekki fleiri en 6 stúlkur búa í sama húsinu.

Í Arkansas eru munnmök bönnuð og ekki má geyma krókódíla í baðkörum. Þar að auki er ólöglegt að bera nafn ríkisins vitlaust fram.

Til að setja upp músagildrur þurfa menn að hafa veiðileyfi í Kaliforníu. Þar hafa páfuglar líka forgang í umferðinni, nema þeir séu á vappi í innkeyrslum fólks.

Í Baldwin Park er bannað að hjóla í sundfötum og sums staðar verða menn að eiga minnst tvær kýr ef þeir ætla að ganga um í kúrekastígvélum.

Þá liggur allt að 500$ sekt við því að nota kjarnorkuvopn innan bæjarmarka Chico og í Los Angeles er bannað að þvo tvö ungbörn í sama baðkarinu. Einnig er bannað að eiga flóðhesta en ef menn ætla út að labba með fílinn sinn verður hann að vera í bandi. Að lokum er bannað að þvo bílinn sinn með nærfötum.

Floridabúar mega ekki stunda kynlíf með broddgöltum og alls ekki reka við opinberlega eftir kl. 18 á kvöldin. Þá mega ógiftar konur ekki stunda fallhlífarstökk á sunnudögum og það er bannað að fara í sturtu nakinn. Eiginmenn mega heldur ekki kyssa brjóst konu sinnar og þar er líka bannað að syngja á meðan maður er í sundfötum

Mér var rænt!! 

Já ég lenti bara í því í gær að mér var rænt. En þar sem að það var Guðmundur Hallgríms sem gerði það þá vissi ég að það var ekki nein alvarleg hætta á ferðum. Var bara nokkuð viss um að hann ætlaði að fara að láta mig gera mig að fífli eina ferðina enn.
En með í för með honum var Gísli Einarsson og hann var að taka myndir fyrir eitthvert frétta skot sem kom síðan í fréttunum í gær. Guðmundur vildi sem sagt láta mig hjálpa sér við einhverja girðingavinnu. Allt auðvitað leikið. (Ég er svo mikill leikari!!) Alla vega hefði ég bara rifið girðinguna ef þetta hefði verið í alvörunni. En ekki tekið nokkrar lykkur úr einum staur bara til að negla hann í annan staur sem var svo fúinn og brotinn að hann hékk bara uppi á girðingunni sem var mjög riðguð.

Talandi um girðingar. Það er búið að detta svo oft niður í kollinn á mér núna upp á síðkastið að það hlýtur að vera hellings girðingavinna í boði á Mýrunum. En þar sem ég er nú í fullri vinnu þá er ég ekki á leiðinni í að bjóða mig fram í það. Ég hefði svo gert það ef ég hefði aðstöðu til þess. Man bara hvað það var alltaf gaman í girðingunum hérna þegar ég var yngri.

L8er Vigdís

miðvikudagur, maí 03, 2006

GRUNDAVÍK!! 

Já aldeilis snilldar helgi lokið.
Helgin hófst eldsnemma á föstudags morgun hjá mér.
Það var sem sagt lagt af stað 5:45 frá Hvanneyri á Snæfellsnesið. Og klukkan 8:00 voru allir kominir í feiknar stuð og farnir að spila blak. Síðan voru 3 leikir þennann daginn og síðasti leikurinn hjá öðru liðinu hjá okkur var síðan klukkan 23:00. Feiknar stuð á pöllunum. Segi ekki að maður hafi ekki verið orðinn svolítið frammlágur klukkan 3:00 þegar ákveðið var að fara að sofa.

Laugardagurinn var síðan aðeins rólegri framan af en byrjuðum ekki að spila fyrr en um klukkan tvö. Síðan annan aðeins síðar. Verð síðan að koma því hér að að Kolla Bjútí er bara snilldar grillari. Þegar maður grillar á kolagrilli þá á auðvitað að vera svolítið kolabragð af kjötinu!!

Á sunnudaginn var síðan síðustu leikirnir og eftir það var brunað á Hvanneyri bara til að skemmta sér enn meira í grillpartýi hjá Sollu. Það er ansi langt síðan að ég hef skemmt mér jafn vel. Gjörsamlega bullandi stuð frá 8:30 og til 4:00. Sem dæmi um hvað fólk var orðið heitt af öllum dansinum þá tók Arnar að sér að kæla fólk niður með garðslöngu!! ... hvort sem það vildi það eða ekki ;)
Mánudagurin var síðan einskonar sunnudagur hjá mér og fór í að ráðast á þvottafjallið mikla.

Nokkrar góðar setningar úr ferðinni!

Við erum að fara í Grundavík, ætlar þú með?
Ertu búin að kveikja á hitasætaranum?
Oooooooooog Breezer!
Ég fíla Dilla dilla!

Var allt of upptekin við að njóta helgarinnar til að taka eitthvað að ráði af myndum. En ef ég fæ einhverjar sendar á næstunni þá deili ég þeim með ykkur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?