fimmtudagur, maí 04, 2006
Mér var rænt!!
Já ég lenti bara í því í gær að mér var rænt. En þar sem að það var Guðmundur Hallgríms sem gerði það þá vissi ég að það var ekki nein alvarleg hætta á ferðum. Var bara nokkuð viss um að hann ætlaði að fara að láta mig gera mig að fífli eina ferðina enn.
En með í för með honum var Gísli Einarsson og hann var að taka myndir fyrir eitthvert frétta skot sem kom síðan í fréttunum í gær. Guðmundur vildi sem sagt láta mig hjálpa sér við einhverja girðingavinnu. Allt auðvitað leikið. (Ég er svo mikill leikari!!) Alla vega hefði ég bara rifið girðinguna ef þetta hefði verið í alvörunni. En ekki tekið nokkrar lykkur úr einum staur bara til að negla hann í annan staur sem var svo fúinn og brotinn að hann hékk bara uppi á girðingunni sem var mjög riðguð.
Talandi um girðingar. Það er búið að detta svo oft niður í kollinn á mér núna upp á síðkastið að það hlýtur að vera hellings girðingavinna í boði á Mýrunum. En þar sem ég er nú í fullri vinnu þá er ég ekki á leiðinni í að bjóða mig fram í það. Ég hefði svo gert það ef ég hefði aðstöðu til þess. Man bara hvað það var alltaf gaman í girðingunum hérna þegar ég var yngri.
L8er Vigdís
En með í för með honum var Gísli Einarsson og hann var að taka myndir fyrir eitthvert frétta skot sem kom síðan í fréttunum í gær. Guðmundur vildi sem sagt láta mig hjálpa sér við einhverja girðingavinnu. Allt auðvitað leikið. (Ég er svo mikill leikari!!) Alla vega hefði ég bara rifið girðinguna ef þetta hefði verið í alvörunni. En ekki tekið nokkrar lykkur úr einum staur bara til að negla hann í annan staur sem var svo fúinn og brotinn að hann hékk bara uppi á girðingunni sem var mjög riðguð.
Talandi um girðingar. Það er búið að detta svo oft niður í kollinn á mér núna upp á síðkastið að það hlýtur að vera hellings girðingavinna í boði á Mýrunum. En þar sem ég er nú í fullri vinnu þá er ég ekki á leiðinni í að bjóða mig fram í það. Ég hefði svo gert það ef ég hefði aðstöðu til þess. Man bara hvað það var alltaf gaman í girðingunum hérna þegar ég var yngri.
L8er Vigdís
Comments:
Skrifa ummæli