<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Hreyfing 

Já ég fór og hreyfði mig alveg helling í gær. Líður ekkert smá vel í dag :)
Hljóp eina 6 km og hjólaði annað eins. Fór síðan á tveggja tíma blakæfingu á eftir. Ljúft!!

Smá strengir í "hip flexor" en annars bara ljúft. Núna verður næsta hreyfing bara á Öldung og eftir þá helgi verður byrjað að hreyfa sig mjög skipulega. Held að sunnudagurinn eigi eftir að fara í að skipuleggja það allt saman.

Annars er ég í svo góðu skapi núna. Alveg eins og ég hafi léttst um mörg kíló við að vera búin með þessa önn í skólanum. Og þá mest ABMS.

Núna eru bara ca 30 tíma í það að við leggja í hann til Ísafjarðar. Afskaplega sem ég hlakka til...

Fyrsti leikur klukkan fimm á fimmtudag á mót Hrönn og félögum í Þrótti Neskaupsstað. Langt síðan að ég hef hitt Hrönn.

Jæja back to work

mánudagur, apríl 28, 2008

Aftur! 

Já... ég ætla bara að fara að verða duglegri að skrifa hérna inn.
Búin í prófunum og búin að skila af mér öllum verkefnum fyrir þessa önn, þannig að ég ætti að hafa tíma til að skrifa eitthvað. . . Ef ég hefði nú einhvað til að skrifa um... Humm.

Það sem er á dagskránni hjá mér núna er Öldungamótið í blaki. Allt á fullu í undirbúningi og verður lagt í hann eftir vinnu á miðvikudag. Hvað ætli maður sé lengi að keyra til Ísafjarðar?

Það er skömm frá því að segja að ég hef aldrei komið til Ísafjarðar, samt er amma mín fædd þar og uppalin. Ég held ég eigi fullt af ættingjum þar, þó svo að Fylkir sé fluttur þaðan. Þannig að ég er mjög spennt fyrir því að vera loksins á leiðinni. Og það er ekki verra að vera í þessum félagsskap. Hefur aldrei klikkað að það er stuð á Hvönnunum á Öldungamóti. Ef við vinnum ekki leikina þá vinnum við eitthvað annað í staðin. :p Það er stefnt að því að vinna fullt, fullt af leikjum.

Úff!! Það er margt sem ég á eftir að gera áður en við förum.

laugardagur, apríl 26, 2008

Síðasta prófið búið!! 

Jæja nú er þessari törn alveg að ljúka. Alveg búin með Upplýstar leitaraðferðir og á aðeins eftir að fínpússa hópverkefnið í Agent-Based Modeling and Simulation. Prófin gengu að ég held bara þokkalega en á eftir að fá einkun fyrir þau þannig að ég vona bara það besta.
Verð eiginlega að segja að ABMS hefur verið einn leiðinlegasti áfangi sem ég hef tekið. Vonandi nýtist hann samt eitthvað einhvertíma.

Þegar þessir áfangar eru búinir er bara lokaverkefnið upp á 30 einingar eftir. Og verður næsti vetur tekinn í það. Tek mér launalaust frí frá Landbúnaðarháskólanum á meðan. Það verður spennandi.

Ætli ég setji það ekki líka inn hérna að stefnan er sett á að vera komin í örlítið form fyrir Landsmót UMFÍ á Akrureyri næsta sumar. Gott að setja sér einhver markmið!!

L8er

This page is powered by Blogger. Isn't yours?