<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Bloggedí Blogg 

Jæja best að skrifa... en um hvað??? Humm!!!

Ég er mikið að hugsa um að fara að koma mér í form... ekki bara að reyna að losa mig við aukakíló. Er búin að breyta aðeins æfingunum hjá mér. Tvær Clean æfingar búnar eftir breytingu og VÁÁÁ hvað ég fékk mikla strengi í trappana... Þó svo að ég færi rosalega varlega og tæki fáránlega léttar þyngdir!! Þyndirnar koma svo síðar ;)
En ég held áfram að hlaup mína 8 km á dag eftir lyftingarnar... ætla ekkert að þyngja mig neitt.

En ef ég skrifa um eitthvað annað en æfingar þá finnst mér ég enn vera að ausa vatni með gaffli þegar ég er að vinna í mastersverkefninu mínu. Held það sé vegna þess að ég er ekki með neinn brennandi áhuga á þessu í augnablikinu. Gerði mér grein fyrir því fyrir stuttu. Mér varð nefnilega það á að fara í sveitina um helgina og fara á folalda sýningu á laugardaginn. Ohhhhh það er svo gaman að vesenast með hestunum. Folöldin voru svo falleg. Mér finnst samt Bjartur minn flottastur þó svo að hinum finnist það kannski ekki.

Þeim fannst hann hinsvegar hafa áhugaverðann lit. Enda næstum því alveg albínói með blá augu (Glaseygur) og Strípa mín mjólkar greinilega mjög vel því hann var að ég held stærsta folaldið á sýningunni. Kastaður 1. júní sem er ekkert óvanalega snemma eða neitt.

Á sunnudaginn fór ég síðan í Grjótasúpu!! Til að útskýra það betur þá er ég sem sagt Grjót ... er af Grjótaætt. Og við hittumst og borðuðum súpu og spjölluðum saman og kynntumst aðeins betur. Hellings mæting held það hafi verið um 200 manns sem mættu. Langt síðan að maður hitti suma þarna og aðra er maður búinn að hitta kannski aðeins of oft upp á síðkastið (þegar maður hittir þá bara í jarðaförum). En það var einmitt ástæðan fyrir því að Gunna og Gréta drifu í því að koma þessari súpu á. Það er ómögulegt að hittast bara í jarðaförum. Takk fyrir það framtaksgóðu frænkur!

Núna ætla ég að fara að koma mér í það að lesa...
þegar ég er búin að fá mér að borða!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?