<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 27, 2007

Ég held ég sé búin að lesa yfir mig núna. Þannig að það er best að skrifa eitthvað hérna.
Heilmiklar pælingar búnar að vera að snúast í hausnum á mér upp á síðkastið. Maður er aðeins búinn að vera að reyna að hugsa út fyrir boxið og spá í hlutina á annan hátt. T.d. Afhverju er það svona gegnum gangandi að fólk vinni fyrri hluta dags og sinni síðan sínum málum og fjölskyldunni seinni partinn. Af hverju er það ekki akkúrat öfugt. Ég hefði haldið að fjölskyldan ætti í rauninni að koma fyrst og svo vinnan. Auðvitað eru margir í vaktavinnu og aðrir sem vinna mörgum vinnum, en svona almennt er þetta svona. Skólarnir byrja alltaf á morgnanna og eru búnir um miðjann dag, svo þegar fjölskyldan er saman komin eru allir orðnir þreyttir eftir vinnudaginn. Þetta virkar svo sem alveg, en gæti þetta ekki virkað líka á einhvern annann hátt? Er einhver sanngirni til dæmis í því að fólk sem eru bara ekki gert til að vakna á morgnanna þurfi að vakna fyrir hádegi?
Er þetta ekki bara spurning um forgangsröðun? Er það vinnan sem gengur fyrir eða er það eitthvað annað?
Þetta henntar mér alveg ágætlega (oftast) þar sem ég er heilmikill morgunn hani og er oft búin að sinna mörgum af daglegum verkum mínum fyrir klukkan 8 á morgnanna.
En af hverju??

Jæja ég er allavega ekki komin með nein svör við þessu spurningaflóði svo ég ætti að halda áfram að lesa.

föstudagur, janúar 19, 2007

Uss... Ekki byrjar nú bloggárið vel. Skil bara ekki hvað það er lítill tími til að skrifa og þar að auki bara ekki neitt að skrifa um.
Er reyndar búin að vera meira og minna meðvitundarlaus seinustu vikuna.
Mætti í vinnuna á mánudagsmorguninn og var bara send snarlega heim því ég væri of HOT! Og samkvæmt vísindalegum mælinum hef ég ekki náð coolinu enn.

Fyrir utan þetta er alveg brjálað að gera í skólanum. Vantar nú aðeins nokkra kafla í það að vera með grunninn á hreinu í gagnasafnsfræðinni. Sem gerir það að verkum að ég hef verið að lesa svo til stanslaust síðann að skólinn byrjaði. (Kannski ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað og ekkert fréttnæmt hefur gerst hjá mér!) Síðan er ætlunin að gera verkefnið í þessum áfanga í Python sem ég þarf þá að læra líka. FUN, FUN, FUN!!! Líst reynda mjög vel á þetta forritunarmál og maður sagði mér að ég ætti að geta hrist fram nokkuð góðum kóða eftir 5 daga lærdóm í því. Sé ekki alveg hvenær ég á að finna 5 daga í stundaskránni.

Af öðrum sviðum er það að frétta að í sveitinni er búið að taka inn nokkra rúmmetra af hryssunni minni. Henni finnst nefnilega matur góður. Vonandi get ég gefið mér einhvern tíma til að fara á bak fljótlega.

Jæja hef þetta ekki lengra núna.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

2006 búið 2007 byrjað! 

GLEÐILEGT ÁR!!!

Já nú er árið 2006 bara búið. Það er nú oft sem maður lítur nú til baka yfir árið á þessum tíma en ég veit bara ekkert hvort ég eigi nokkuð að vera mikið að því? Held að fólk hafi ekkert mjög gaman af því að lesa um veikindi, bruna, svefnleysi, vinnu og annað slíkt, ætla því bara að skrifa hvernig árið 2007 verður.

JANÚAR
- Ég byrja alveg með trompi í skólanum eftir þægilega langt jólafrí frá náminu.
- Byrjað að byggja Hesthús/Hænsnahús.
- Enda svo mánuðinn með því að spila í Lottó.

FEBRÚAR
- Verð alveg einstaklega hamingjusöm þennann mánuðinn.
- Næ alveg feiknalega góðum æfingum.
- Slæ í gegn með góðum bröndurum á kaffistofunni.

MARS
- Brosi alveg hringinn nokkrum sinnum.
- Vinn í Lottó.

APRÍL
- Næ alveg snilldar góðum prófum.
- Mér verður mjög gott af páskaegginu.

MAÍ
- Fer í feiknalega skemmtilega fermingaveislu.
- Æfingarnar fara að skila skemmtilegum árangri.

JÚNÍ
- Fer í nokkrar fjallgöngur.
- Baka köku í tilefni afmælis.
- Fer í skemmtilegt sumarfrí.

JÚLÍ
- Kem sjálfri mér og örðum á óvart.
- Tek þátt í heyskap.

ÁGÚST
- Fer ekki á Þjóðhátíð.
- Skelli mér á tónleika.
- Fæ mér nýjan bíl.

SEPTEMBER
- Held áfram að skemmta mér í skólanum.
- Réttasúpan verður einstaklega góð.
- Fer að nota sundlaugina ekki bara heitu pottana.

OKTÓBER
- Borða slatta af fiski.
- Kaupi mér nýjar buxur.
- Fer í óvænta heimsókn.

NÓVEMBER
- Skelli mér á skíði.
- Verð ekkert stressuð fyrir prófin.
- Föndra.
- Verð komin í jólaskap fyrr en venjulega.

DESEMBER
- Verð búin með allan jólaundirbúning strax í byrjun aðventu.
- Fæ það sem ég vildi í jólagjöf.
- Fer á hestbak.
- Baka alveg helling.

Svo er bara að sjá hvernig þetta gengur eftir :p

This page is powered by Blogger. Isn't yours?