<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 31, 2007

Vorfílingur! 

Get ekki sagt annað en það sé kominn vorfílingur í mig. Ég skrapp á æfingu í gær og kastaði spjóti. Er búin að vera að bíða eftir góðu tækifæri til þess og það kom að því. Get ekki sagt að ég sé í súper dúper kast formi en ég hugsa að ef ég tek 4-5 æfingar þá ætti ég að geta kastað jafn langt og ég gerði síðasta sumar. Ég var einhvertíma búin að lofa mér að keppa ekki nema hafa trú á að kasta að minnsta kosti 48 m en það er samt komin ansi mikil löngun til að keppa.

Mikið er nú gaman að koma sér í form. Hvað er skemmtilegra en að bæta sig í svo til öllu í hverri viku. Ég passa mig bara á því að muna ekki hvað ég gat gert fyrir 2-3 árum.

Svo er ansi fátt sem jafnast á við að liggja upp í sófa og njóta þess að finna líkamann vinna úr erfiðum æfingum maður algjörlega finnur sig styrkjast með hverri mínútunni.

Fréttir 

Jæja best að fara að koma með fréttir. Eða ég er bara að spá í að koma bara með nokkrar myndir til að sýna hvað er búið að vera um að vera hjá mér.



Í Þórsmörk voru allir hrikalega duglegir.



Svona er nú orðið fínt fyrir hænurnar í nýja gripahúsinu.



Og svona er þetta orðið í hesthúsinu.



Vantar enn eitthvað af hurðum.



Garðurinn er að koma til.



Svo var ferming í íslensku konungsfjölskyldunni.



Bróðir fermingabarnsins var svona ánægður með daginn.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Gluggagægir! 

Já eitthvað er nú jólasveinninn á glugganum hjá mér búinn að ruglast á dagatalinu. Því þetta er sannkallaður gluggagægir. Það sem meira er að hann er bara als ekki að fara leynt með þessar athafnir sínar. Enda erfitt þar sem ég bý á 3. hæð. Og er hann búinn að stilla upp lyfturum fyrir framan 2/3 af gluggunum hjá mér og svo er stillans fyrir framan restina. En ég komst að því um daginn að jólasveinninn er útlenskur, eða allavega talaði hann á ensku þegar hann gerði mér aldeilis bilt við þegar ég var að vaska upp. Get als ekki sagt að ég hafi átt vona á því að það væri bankað á gluggann hjá mér og ég beðin um að loka glugganum.

En svo fólk fari ekki að vorkenna mér allt of mikið eða halda að þarna sé einhver perri á ferðinni þá er verið að húsið að utan og málararnir eru bara svona hrikalega duglegir að þeir eru oft að vinna langt fram á kvöld.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Stríðið í þvottahúsinu! 

Það ætlar bara als ekki að ganga hjá mér að þvo þvott þessa dagana.
Fyrst þá sló út rafmagnið á meðan að á þvotti stóð og þegar ég kom að vélinni tilbúin til að hengja upp, þá blikkaði vélin mér bara með "skemmtilegu" ERR. Og þvotturinn hafði ekki einu sinni blotnað.
Þá set ég hana í gang aftur. Þegar ég kem svo 3 tímum síðar að líta við henni þá eru blessuðu málararnir búnir að kippa henni úr sambandi og setja eitthvert apparat frá sér í samband.
Næst þá prófaði ég að stinga vélinni í samband í tengilinn sem nágranninn er að nota. Og ég get varla sagt frá því hvað ég var pirruð þegar ég kom að þessu ERR eina ferðina enn. En þá hafði verið skrúfað fyrir vatnið inn á vélina.
Síðast í gærkvöldi um klukkan 10 þá tók ég bara apparatið frá málurunum úr sambandi og setti vélina af stað. Og í morgun um klukkan hálf átta þá var búið að kippa henni úr sambandi en það var ekki neitt annað í tenglinum. ARRG
Svo ég stakk henni í samband aftur og ég veit ekki hver niðurstaðan verður núna. Bíð spennt eftir að koma heim.
Allavega verð ég og íbúðin mín ekki mjög vellyktandi með þessu áframhaldi.

mánudagur, maí 07, 2007

Ný vika 

Já það er komin ný vika. Uss hvað tíminn líður.
En hvernig er það sem maður vill byrja vikuna. Ég byrjaði vikuna ekki alveg á þann hátt sem ég vildi helst. Eða með því að sofa lítið en sofa samt yfir mig. Rosalega sem ég er alltaf ómöguleg þegar ég hrekk svona upp.

Annars var síðasta vika alveg bara með því besta. Allavega helgin. Á föstudaginn var helljarinnar partý á Kollubar. En Cicci var að halda upp á afmælið sitt þar. Alveg hellingur af fólki sem komu þangað og spjallaði við fullt af fólki sem ég þekkti bara ekki neitt!

Á laugardaginn brunaði ég svo í sveitina og tók smá syrpu í garðinum. Ekki vanþörf á því þar sem vorið er bara komið og ekki hægt að bíða með þetta lengur. Gripa húsið alveg þýtur upp og pabbi er að verða búinn að hólfa hænuhlutann niður og mamma spaslar og málar alveg jafnóðum.

Á sunnudaginn var svo haldið upp á afmælið hennar Elvu. Alveg hrikalega góðar kökur og brauð. Held ég þurfi að fara í átak ... á eftir.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Gripahúsið 

Jæja var að kíkja aðeins á myndir og sá þá að ég var bara ekki búin að sýna ykkur hvernig byggingin á gripahúsinu gengur.



Margt um að ske! 

Já það er bara svo margt búið að gerast síðan að ég skirfaði síðast að ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja.

Ég er búin að taka alveg heila viku í hörku æfingum og hrikalega líður mér miklu betur. Bæði andlega og líkamlega. (Þarna inn í tengist heilmikil pæling sem ég skrifa eitthvað um síðar.)

Um helgina var svo Öldungamót í blaki. Og þar sem maður er orðinn svoddan öldungur þá var maður auðvitað með þar. Ekkert smá gaman. Héðan frá Hvanneyri fóru 3 lið. Getið rétt ímyndað ykkur stemminguna í íbúðinni sem við leigðum 18 dömur. Gleði Gleði!
Er alveg með strengi í maganum af hlátri og hvatningarópum.
Vegna margra fjarvista frá blak æfingum í vetur þá var ég í B-Liðinu sem keppti í 8. deild. En þar sem að okkar markmið var auðvitað að hafa bara sem mest gaman af þessu þá skiptir það ekki neinu máli í hvaða deild maður spilar. Unnum 4 leiki og töpuðum 2 og enduðum í 4 sæti í deildinni.

En það er hér með ákveðið að ég stefni á það að fara ekki á bílnum mínum á fleiri öldungamót. Seinast þegar ég gerði það þá lenti grjót í framrúðunni hjá mér og kom þessi líka stjarna. Og svo núna um helgina þá lenti ég bara í alveg fáránlegum hlut. Ég var bara á rúntinum á milli íþróttahúsanna í Garðabænum þegar ég mæti bíl og fæ flösku í framrúðunu. Held að það hafi verið blast flaska sem sprakk á rúðunni og framrúðan brotnaði. Er samt enn í! Ég sá í rauninni ekki alveg hvað gerðist, en farþeginn sem var með mér í bílnum sá að gaurinn hafði alveg ætlað sér að kasta flöskunni í mig. Hver gerir eiginlega svona. ARG!!!

Svo í lokin þá vil ég óska Hafdísi og Sveinbirni aftur til hamingju með guttann.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?