fimmtudagur, maí 10, 2007
Stríðið í þvottahúsinu!
Það ætlar bara als ekki að ganga hjá mér að þvo þvott þessa dagana.
Fyrst þá sló út rafmagnið á meðan að á þvotti stóð og þegar ég kom að vélinni tilbúin til að hengja upp, þá blikkaði vélin mér bara með "skemmtilegu" ERR. Og þvotturinn hafði ekki einu sinni blotnað.
Þá set ég hana í gang aftur. Þegar ég kem svo 3 tímum síðar að líta við henni þá eru blessuðu málararnir búnir að kippa henni úr sambandi og setja eitthvert apparat frá sér í samband.
Næst þá prófaði ég að stinga vélinni í samband í tengilinn sem nágranninn er að nota. Og ég get varla sagt frá því hvað ég var pirruð þegar ég kom að þessu ERR eina ferðina enn. En þá hafði verið skrúfað fyrir vatnið inn á vélina.
Síðast í gærkvöldi um klukkan 10 þá tók ég bara apparatið frá málurunum úr sambandi og setti vélina af stað. Og í morgun um klukkan hálf átta þá var búið að kippa henni úr sambandi en það var ekki neitt annað í tenglinum. ARRG
Svo ég stakk henni í samband aftur og ég veit ekki hver niðurstaðan verður núna. Bíð spennt eftir að koma heim.
Allavega verð ég og íbúðin mín ekki mjög vellyktandi með þessu áframhaldi.
Fyrst þá sló út rafmagnið á meðan að á þvotti stóð og þegar ég kom að vélinni tilbúin til að hengja upp, þá blikkaði vélin mér bara með "skemmtilegu" ERR. Og þvotturinn hafði ekki einu sinni blotnað.
Þá set ég hana í gang aftur. Þegar ég kem svo 3 tímum síðar að líta við henni þá eru blessuðu málararnir búnir að kippa henni úr sambandi og setja eitthvert apparat frá sér í samband.
Næst þá prófaði ég að stinga vélinni í samband í tengilinn sem nágranninn er að nota. Og ég get varla sagt frá því hvað ég var pirruð þegar ég kom að þessu ERR eina ferðina enn. En þá hafði verið skrúfað fyrir vatnið inn á vélina.
Síðast í gærkvöldi um klukkan 10 þá tók ég bara apparatið frá málurunum úr sambandi og setti vélina af stað. Og í morgun um klukkan hálf átta þá var búið að kippa henni úr sambandi en það var ekki neitt annað í tenglinum. ARRG
Svo ég stakk henni í samband aftur og ég veit ekki hver niðurstaðan verður núna. Bíð spennt eftir að koma heim.
Allavega verð ég og íbúðin mín ekki mjög vellyktandi með þessu áframhaldi.
Comments:
Skrifa ummæli