<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 19, 2007

Tímaleysi 

Heyriði
Nú ætla ég að setjast niður og skrifa eitthvað hérna.
Ansi margt búið að gerast síðan ég skrifaði almennilega færslu hérna.

* Skólinn er alveg á fullu, bæði i náminu og kennslunni.
* Er búin að ákveða það að ef ég kenni aftur svona fjölmennum bekk þá verða hópverkefni!
* Göngur og réttir eru búnar á mínu svæði.
* Þakka Guði fyrir að allir gangnamennirnir komust heim á lífi.
* Er loksins komin með heila framrúðu í bílinn minn.
* Er að berjast í því að þurfa ekki að vinna yfirvinnu þessa dagana.
* Sem dæmi um hvað það er mikið búið að vera gera hjá mér þá er ég ekki enn búin að lesa nýjasta Andrés Önd og það eru 33 klst síðan að blaðið kom barst mér!

Úff púff nú þarf ég að fara að halda áfram að vinna verkefni.
Kv. Vigdís tímalausa!

þriðjudagur, september 18, 2007

Held að stjörnuspáin mín í dag passi alveg ótrúlega vel við mig, kannski ekki meira í dag heldur en aðra daga, heldur bara svona almennt.

Velgengni þín byggist á undirbúningi. Þú notar mikinn sjálfsaga við undirbúning sýningarinnar. Þannig ertu alveg frjáls á meðan á henni stendur.

fimmtudagur, september 13, 2007

Jæja ég er farin að hafa nokkrar áhyggjur af þessu bloggi mínu. Held það sé farið að breytast í test report síðu af testum sem ég sé að hinir og þessir hafa tekið og þá einkum Birna :p

En set samt eitt enn hérna.

Your Brain is Yellow

Of all the brain types, yours is the most intellectual.
You crave mental stimulation, and your thoughts tend to very complex.
Your thoughts tend to be innovative and cutting edge, though many people don't understand them.

You tend to spend a lot of time thinking about science, architecture, and communication.
What Color Is Your Brain?

mánudagur, september 10, 2007

Titill 

Jæja, long time no blogg!

Búin að vera á haus í skólanum og vinnunni. Síðan er ég búin að vera að reyna að hreyfa mig eitthvað þess á milli. Enda var hrikaleg skipulagning sett af stað þegar skólinn byrjaði. Morgun æfingar þegar ég þarf að mæta í skólann klukkan 10 kvöld æfingar þegar skólinn er fyrr og svo eins mikið æft og mögulegt er um helgar. Forgansröðun þegar að tímaþröng kemur er Mastersnám, Kennsla, Æfingar, svo önnur vinna.
Búin að taka flest alla sjónvarpsþætti af stundaskránni hjá mér.

Að allt öðrum pælingum!

- Hvernig haldið þið að þið mynduð bregðast við við það að sjá mynd af ykkur á
skjáborðinu hjá manneskju sem þið þekkið svotil ekkert?

- Hvað finnst ykkur um nafnlausar eða dulnefnis tjáningar á netinu?

- Hvort kom á undan eggið eða hænan? (bara til að hafa pælingarnar þrjár :p)

Gæti verið að ég myndi tjá mig eitthvað meira um þessar pælingar ef þið commentið!

Kv. Vigdís

This page is powered by Blogger. Isn't yours?