<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Fælni!! 

Sjitturinn titturinn og allir hans vinir. Ég verð bara að segja það að ég var að fatta það að ég er með fælni. Og það bara á ansi háu stigi.
Ég átti nefnilega leið til tannlæknis í gær. Það átti ekki að gera neitt nema að taka myndir en samt... Ég er búin að vera með feiknalegann hnút í maganum í marga daga og þegar ég mætti á staðinn og settist í stólinn þá hélt ég að ég væri að fá hjartaáfall. Púlsinn alveg í 200 og svitnaði eins og á brennsluæfingu.

En ég lifði þetta af. Og að öllum líkindum er ekkert þarna sem veldur þessum kinnholuandskota. Geta reyndar ekki verið 100% vissir nema að skera í þetta og það læt ég ekki gera fyrr en ég er rétt dauð.

Ekki meira núna.

mánudagur, apríl 24, 2006

Hvers eiga Mýramenn að gjalda? 

Ég væri ekki hissa þó að Mýramenn væru orðnir hræddir um stofublómin sín. Eins og allir vita sem fylgjast eitthvað með fréttum þá var stór bruni hjá þeim fyrir nokkru. Og brann þar svo til allur gróður. Ekki nóg með það heldur kemur lögreglan stuttu síðar með fylgtu liði og leggur hald á meirihlutann af þeim litla gróðri sem ekki brann.

Það er spurning hvort að það hafi eitthvað verið saman við það sem brann í sinubrunanum!! Það síðan haft þau áhrif á slökkviliðsmennina að þeim gekk bara ekkert að slökkva fyrr en það var alveg allt brunnið á landareign Fíflholts ;)

Ég verð að ræða þetta mál við Pétur slökkviliðsstjóra við tækifæri.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

GLEÐILEGT SUMAR

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Er maður búinn að sippa of mikið þegar maður fær blöðru ... á puttann?

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Jákvæðni 

Átakið í jákvæðninni og ekki neikvæðni er allt að koma. Enda ekki annað hægt þar sem að í gær var blakæfing og svo beið mín Andrés Önd í póstinum þegar ég kom heim. Eitt af hlutunum sem ég er búin að vera að gera til að létta lundina er að gerast áskrifandi af því mikla menningar riti. Skil ekkert í mér að hafa ekki byrjað á þessu fyrr. Margt sem kemur upp í hugann úr æsku þegar Andrés ber á góma. Fyrir utan slagsmálin milli mín og Gests um það hver fengi að lesa blaðið fyrst þá kemur líka upp í huga minn ristabrauð með osti, mjólk og mjólkurkex. Svo mikill vinur okkar var Andrés Önd orðinn að hann komst í þann merka hóp að vera ein af öndunum í fugla handbókinni okkar. Veit ekki hvað fuglafræðingar segja um það.

Vona bara að Andrés fái ekki fuglaflensuna.

Annars man ég í augnablikinu ekki eftir neinu fréttnæmu af mér. Er ekki að fara í útlöndin um páskana eins og oft, heldur verður fríið notað hérna á Íslandi. Hef reyndar sett upp plan um æfingabúðir á Húsatóftum. Spurninga um að skreppa kannski nokkum sinnum eitthvað annað, til dæmis á Laugarvatn. Svo nær maður sér bara í góðaveðrið inni í gróðurhúsi. Er maður ekki bara komin með allt sem maður fær úr páskaferðunum þá. Naaa...vantar enn félagsskapinn. Verð að finna eitthvað út úr því.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

ORÐ! 

ORÐ geta glatt!
ORÐ geta sært!
ORÐ geta hrætt!
ORÐ geta róað!
ORÐ geta æst!
ORÐ geta kætt!
ORÐ geta verið lygi!
ORÐ geta verið sönn!
ORÐ geta verið jákvæð!
ORÐ geta verið neikvæð!
ORÐ geta skilist!
ORÐ geta misskilist!
ORÐ geta verið upphaf!
ORÐ geta verið endir!
ORÐ geta haft áhrif!

Bara smá pæling.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Hreyfing er heilsubót!! 

Get ekki sagt annað. Og ekki bara líkamleg heldur andleg líka. Hef bara fundið það að þegar ég hef ekki getað æft eins og ég er vön þá bara ræð ég ekki við eins mikið andlegt áreiti og venjulega. Ég var farin að hafa heilmiklar áhyggjur af þessu. Í gær tók ég mig síðan til og keyrði mig gjörsamlega út á æfingu og það er bara ansi langt síðan að ég hef vaknað jafn hress og í morgun. :) Enda orðin laus við rörið úr nefinu og get þess vegna farið í blak í kvöld. Er reyndar ekki alveg laus við allt lækna vesen en háls nef og eyrna læknirinn minn sendi mig núna til tannlæknis... eins og ég er nú hrifin af þeim!!

En ég mæli eindregið með því að ef menn eru eitthvað pirraðir og leiðir þá fari menn og púli almennilega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?