<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Jákvæðni 

Átakið í jákvæðninni og ekki neikvæðni er allt að koma. Enda ekki annað hægt þar sem að í gær var blakæfing og svo beið mín Andrés Önd í póstinum þegar ég kom heim. Eitt af hlutunum sem ég er búin að vera að gera til að létta lundina er að gerast áskrifandi af því mikla menningar riti. Skil ekkert í mér að hafa ekki byrjað á þessu fyrr. Margt sem kemur upp í hugann úr æsku þegar Andrés ber á góma. Fyrir utan slagsmálin milli mín og Gests um það hver fengi að lesa blaðið fyrst þá kemur líka upp í huga minn ristabrauð með osti, mjólk og mjólkurkex. Svo mikill vinur okkar var Andrés Önd orðinn að hann komst í þann merka hóp að vera ein af öndunum í fugla handbókinni okkar. Veit ekki hvað fuglafræðingar segja um það.

Vona bara að Andrés fái ekki fuglaflensuna.

Annars man ég í augnablikinu ekki eftir neinu fréttnæmu af mér. Er ekki að fara í útlöndin um páskana eins og oft, heldur verður fríið notað hérna á Íslandi. Hef reyndar sett upp plan um æfingabúðir á Húsatóftum. Spurninga um að skreppa kannski nokkum sinnum eitthvað annað, til dæmis á Laugarvatn. Svo nær maður sér bara í góðaveðrið inni í gróðurhúsi. Er maður ekki bara komin með allt sem maður fær úr páskaferðunum þá. Naaa...vantar enn félagsskapinn. Verð að finna eitthvað út úr því.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?