<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 28, 2006

Gærdagurinn 

Svona var veðrið á merkisdegi í mínu lífi.



Já ég átti afmæli í gær. Takk allir fyrir kveðjurnar.

Dagurinn var nú bara frekar afslappaður. Vinna eins og venjulega. En fékk góðar kökur í kaffinu. Síðan skrapp ég og horfði á Frakkland - Spán á Kollubar. Bara nokkuð skemmtilegt og góð stemming. Eftir það gerði ég bara nákvæmlega ekki neitt. Eða spjallaði við nokkra góða vini, sumir ætluðu nú að líta við en gátu það síðan ekki þegar til kom. Skil bara ekki forgangsröðunina hjá sumum. ;)

En núna ætla ég að fara að gera eitthvað að viti.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Vinnufriðurinn úti! 




Svona fara menn til stássstofu hérna á Hvanneyri þessa dagana!



Og svo ganga þeir svona um!!

Könnun! 

Berglind Kristinsdóttir
Dana Burnett
Guðrún Sunna Gestsdóttir
Sólrún Halla Bjarnadóttir
Tycie Coppett
Vigdís Guðjónsdóttir

Hvað eiga þessar manneskjur sameiginlegt?

mánudagur, júní 26, 2006

Að lokinni helgi! 

Helgin er bara búin!
Ég var bara ekki búin að skipuleggja nokkurn skapaðan hlut fyrir fram, en var að velta ýmsu fyrir mér.
Var bara ansi mikið þreytt á föstudaginn eftir vinnu. Ætlaði AÐEINS að slappa af áður en ég færi að gera eitthvað eftir vinnu. En þessi litla afslöppun endaði í 2 tíma svefni á stofugólfinu.
Svo datt mér í hug að keppa á móti sem var "auglýst" á laugardaginn. Fann bara ekki með nokkru móti klukkan hvað mótið átti að vera. Svo þegar ég náði ekki í nokkurn mann heldur þá fór ég heim í sveitina. Veit ekki afhverju en ég var eiginlega ekki neitt svekkt yfir því að keppa ekki.
Annars er bara ekki nokkurn skapaðan hlut að frétta af mér.
Er farin að hlakka svolítið til að fara í sumarfrí og það er svo ansi margt sem mig langar að gera í sumarfríinu mínu að ég held að ef ég framkvæmi 10% af því þá hafi ég alveg nóg að gera!!

Að lokum vilj ég óska Helenu til hamingju með daginn.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Hlutirnir aðeins að róast. 

Já það er þvílíkt mikið búið að vera að gera hjá mér. Það er næstum því svona tómarúm í gangi eftir allar veislurnar og hátíðisdagana.

Ættarmót, nýr fjölskyldumeðlimur, 2 afmæli, 17. júní. Allt í einni viku.

En núna eru hlutirnir aðeins farnir að róast og ég náði að horfa á leik á HM í fyrsta skipti í gær. Það var bara þræl góð stemming á Kollubar og horfa á England - Svíþjóð.

Ætla að reyna að komast í kvöld líka að sjá Holland - Argentínu.

Annars er það af mér að frétta að allt stefnir í það að ég fari í Mastersnám í haust.
Ég ákvað í einhverju bríaríi að senda inn umsókn einhverntíma í maí og sjá svo til hvað yrði. Bjóst eiginlega ekkerert endilega við því að verða samþykkt þar sem ég sendi nú ekki inn öll fylgigögnin sem beðið var um. En það er búið að samþykkja mig inn, og HR er bara að sýna mér heilmikinn áhuga. Er núna aðeins að melta hlutina með mér og ákveða hvernig ég ætla að skipuleggja næstu árin. Ætla mér að vinna hérna hjá LBHI áfram og er allavega búin að lofa að kenna stærðfræðina í haust. Mér líður bara allt of vel hérna til að fara að flytja.

Það eru nú ekki margir sem búa í Himnaríki og geta sagt frá því!!

Ef ég segi síðan eitthvað af æfingunum, þá er ég öll að koma til. Gæti jafnvel farið að láta sjá mig á mótum. Ef það eru þá einhver mót á næstunni :p

Bless í bili.

fimmtudagur, júní 15, 2006

15. Júní 2006 

Já það er mikill merkisdagur í dag. Hann Pabbi minn á afmæli og er hvorki meira né minna en 70 ára.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!

Í tilefni dagsins ætlum við fjölskyldan að hittast og borða góðann mat. Namm namm!

Var þvílíkt myndarleg í gær og bakaði köku sem á að verða í eftirrétt. Gekk nú eitthvað brösulega til að byrja með og endaði á því að baka brenna fyrstu kökuna vel og vandlega. En þetta gekk bara mjög vel í annari tilraun. Og þar sem að ég var á annaðborð byrjuð að baka þá bakaði ég aðra til vara þar sem ég hef aldrei bakað þessa fyrri og veit því ekki alveg hvernig hún smakkast. ;)

Hef nú sjaldan bakað óætar kökur en maður veit aldrei hvenær maður lendir í því.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Hef bara ekkert að segja í bili nema það að með einu símtali gat einn maður gjörsamlega eyðilagt allt skipulagið sem ég var búin að gera fyrir daginn. Úff!!

Annars eru sumir bara fallegir.



Annars á hún mamma mín afmæli í dag. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!

mánudagur, júní 12, 2006

Nokkrar myndir 

Já ég var aðeins að fara í gegnum myndirnar sem ég verið að taka síðustu vikur.
Fyrst ein hérna sem ég tók í fjallgöngunni á Hraunsnefsöxl.



Nett útsýni ekki satt?

Þessi voru síðan svolítið svöng á ættarmótinu um helgina. ;)



Síðan held ég að þessi hérna hljóti að hafa tekið nokkuð betri myndir en ég í Þórsmörkinni!



Ég hafði hugan meira við það sem var á grillinu ;)

Sé svo til hvort ég fari ekki að setja eitthvað meira inn á myndasíðu.

Allt að gerast 

Það er bara allt að gerast núna.
Um helgina var ættarmót Kálfhólsættarinnar. Alveg þræl gaman þar. Grill, spjall, söngur, sund, leikir og margt margt fleira.
Kýrnar fóru síðan út og held bara að það hafi aldrei verið jafn margir að fylgjast með. En verðrið var alveg eins og það getur best verið til þessarar gjörðar. Veðrið var ekki eins gott á sunnudag, enda voru kýrnar bara í rúman hálftíma úti þá. Bara rétt til að setja þær út og þrýfa fjósið.

Á sunnudaginn kom svo í heiminn lítill frændi, Heiðrúnar og Gestsson. Alveg magnað hvað svona lítil kríli geta haft mikil áhrif á mann.

Núna í vikunni er síðan Héraðsmót Skarphéðins og hef ég ákveðið að taka ekki þátt í því. Er enn ekki alveg tilbúin í slaginn. Vonandi fer nú að koma að því.

Jæja, pásan búin!

föstudagur, júní 09, 2006

Ég er ekki dauð! 

Verð að vera duglegri við að skrifa hérna. En þegar maður hefur ekkert að segja þá skrifar maður minna... ekki rétt?
Seinustu dagar hafa verði ansi þéttir í vinnunni. Og nokkuð þreyttar æfingar sem verða þegar unnið er 9-10 tímar straight. En í gær lét ég mig hafa það að fara í fjallgöngu eftir æfingu. Bara nett fallegt að horfa yfir landið af Hraunsnefsöxl.

Það eru nokkrir búinir að hafa samband við mig eftir seinasta mót, sem ég tók ekki þátt í. Bara til að finna út hvort að ég sé að hætta. Bara til að svara flestum strax þá er ég ekki að hætta. Ég ætla að halda áfram meðan að ég hef gaman af þessu. Það er svo sem óvíst hvort að ég muni taka þessu jafn alvarlega og oft áður þetta árið en það kemur bara í ljós. Veikindin í vetur og meiðsli núna í vor hafa aðeins sett strik í reikninginn hjá mér og er stefnan sett á að keppa þegar mér finnst að ég sé tilbúin til þess. Ekkert gaman að keppa þegar vitað er fyrirfram að útkoman verður ekki neitt neitt.

Annars er ættarmót um helgina!! Það ætti nú að geta orðið skemmtilegt. Var samt á tímabili að spá í að sleppa því, en það er svo ansi langt síðan að ég hitti sumt af þessu fólki að maður verður að láta sjá sig. Svo er stefnt að því að setja kýrnar út í fyrsta skipti á laugardaginn, ef að veður leifir. (Ekki mikil sól, en hlýtt). Maður getur nú ekki sleppt því þannig að suðurlandið verður það um helgina.

föstudagur, júní 02, 2006

Alveg búin á því!! 

Já það er þvílíkt spennufall í gangi hjá mér. Síðustu dagar hafa innihaldið mikla vinnu og í gær var útskrift nemenda hérna á Hvanneyri. Það eru bilað mörg handtök, og mikil skipulagning sem þarf til að láta svona athöfn ganga. En ég get bara sagt að þegar ég kom heim í gær um klukkan sjö þá var bara tvennt að gera, borða og slappa af í sófanum. Slappaði svo vel af að allt í einu var klukkan bara orðin 2:30. Er því búin að sofa ansi vel og legni í dag. Held bara of lengi því ég er bara sifjuð.

Annars er löng helgi framundan og ekkert ráðið hvað maður gerir. Gullmótið í sjónvarpinu í kvöld og æfingar eru ansi ríkjandi á dagskránni.

Vonandi verður lognið ekki mikið að flíta sér á næstunni, svo maður geti notið þess að vera svolítið úti.

l8er

Vigdís

This page is powered by Blogger. Isn't yours?