fimmtudagur, júní 15, 2006
15. Júní 2006
Já það er mikill merkisdagur í dag. Hann Pabbi minn á afmæli og er hvorki meira né minna en 70 ára.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!
Í tilefni dagsins ætlum við fjölskyldan að hittast og borða góðann mat. Namm namm!
Var þvílíkt myndarleg í gær og bakaði köku sem á að verða í eftirrétt. Gekk nú eitthvað brösulega til að byrja með og endaði á því að baka brenna fyrstu kökuna vel og vandlega. En þetta gekk bara mjög vel í annari tilraun. Og þar sem að ég var á annaðborð byrjuð að baka þá bakaði ég aðra til vara þar sem ég hef aldrei bakað þessa fyrri og veit því ekki alveg hvernig hún smakkast. ;)
Hef nú sjaldan bakað óætar kökur en maður veit aldrei hvenær maður lendir í því.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!
Í tilefni dagsins ætlum við fjölskyldan að hittast og borða góðann mat. Namm namm!
Var þvílíkt myndarleg í gær og bakaði köku sem á að verða í eftirrétt. Gekk nú eitthvað brösulega til að byrja með og endaði á því að baka brenna fyrstu kökuna vel og vandlega. En þetta gekk bara mjög vel í annari tilraun. Og þar sem að ég var á annaðborð byrjuð að baka þá bakaði ég aðra til vara þar sem ég hef aldrei bakað þessa fyrri og veit því ekki alveg hvernig hún smakkast. ;)
Hef nú sjaldan bakað óætar kökur en maður veit aldrei hvenær maður lendir í því.
Comments:
Skrifa ummæli