<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

Ég er á lífi :) 

Já ég er enn á lífi, og er aftur komin á landið eftir alveg brilliant dvöl á Kanarí. Held að maður geti alveg vanist því að vera þarna. Bara dúndur blíða alla dagana sem við vorum þarna. Æfingarnar gengu líka alveg milljandi. Þannig að brosið fer varla af manni þessa dagana. Það var nú samt ansi geispandi manneskja sem mætti í vinnuna í gær klukkan 8:00. Ég var nefnilega ekki komin upp á Hvanneyri fyrr en klukkan 6:00, þannig að nætursvefninn var ansi lítill. En ég hélt út daginn án þess að fara úr kjálkalið, en ég held að á stundum hafi ekki munað miklu.

Annars vildi ég bara óska Sigrúnu til hamingju með að vera komin yfir 50 metrana og býst ég passlega við því að það fylgi eitthvað meira á eftir.

En núna þarf ég að fara að vinna upp sindir páskafrísins.

laugardagur, mars 12, 2005

Og biðin heldur árfam 

Vá þetta hefur nú ekki gerst lengi það eru komin alveg nokkur comment við seinustu skrifum. Takk fyrir það. Alltaf gaman að fá svoltið af kommentum.

Annars er ég orðin ansi óþregju full að fara í betra veður. Það er svo kalt hérna núna að það er bara ekki hægt. Og alltaf er þetta nú svona að seinustu dagarnir eru lengst að líða. Ég ætla samt að reyna að stytta mér stundir með því að skemmta mér ærlega í kvöld. Og það er nú líka ýmislegt sem ég á eftir að gera áður en að ég fer.

En veðurspáin hljóðar samt enn upp á 18°C og hálf skýjað á Kanarý á þriðjudaginn og næstu daga. Ég verð nú samt einhvernvegin að reyna að semja við æðri máttarvöld um að bæta nokkrum gráðum við ;). 18°C eru nú samt ekkert til að kvarta yfir. Það er ekki spurning að menn væru farnir að stripplast á Íslandi í slíku veðri.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Þetta styttist 

Það er alveg að fara að líða að Kanarý ferð. Er alveg að fara að pakka niður. Allavega er það þannig að í hvert sinn sem ég tek eitthvað upp þá er það sorterað í undirmeðvitundinni eftir því hvort þetta sé eitthvað sem ég tek með mér eða ekki.
Annars er allt á fullu hérna á Hvanneyri og ég búin að fara á margar geðveikt góðar æfingar í vikunni. En mikið verður nú gott að fara í góðveðrið. Þó svo að það megi auðvitað hlýna þarna. Spáin hljóðar upp á 17°C á þriðjudaginn þegar við komum út.
Annars er planið hjá mér næstudaga að æfa vel, fara á heim á Skeiðin á Ungmennafélagsskemmtun sem verður á Laugardaginn. Spurning hvort maður komi ekki einhverstaðar við á föstudaginn til að horfa á IDOL. Síðan er sunnudagsafslöppun og vinna á mánudag og ........ Kanarý!!!

mánudagur, mars 07, 2005

Þetta gat ég! 

Vitiði hvað? Mér tókst það að setjast bara aldrei fyrir framan tölvuna alveg frá því á föstudegi fram á mánudag. Og nei ég var ekki heldur standandi fyrir framan tölvuna. Og vitiði hvað þetta var bara ekkert erfitt, því það var bara svo margt sem ég var að gera.

Á föstudaginn var bara mjög rólegur þvottadagur. Ég var sem sagt bara að horfa á sjónvarpið og henti í nokkrar vélar.
Á laugardaginn byrjaði ég á að taka heilmikla brennsluæfingu sem innihélt um 5 km hlaup og heilmikið sund. Og það er eiginlega hægt að segja að bílþvotturinn hafi verið hluti af brennsluæfingunni því það var ekkert smá púl. Þvílík tjara sem var komin á bílinn. En hann er aftur orðin glansandi fínn núna. Eftir þetta var bara horft á imbann.

Sunnudagurinn var mjög svipaður og laugardagurinn nema að ég hljóp aðeins styttra og synti aðeins lengra á æfingunni, og í stað þess að þvo bílinn þá tók ég íbúiðina í gegn og þvoði aðeins þvott.

En ég er búin að komast að því að ég er ansi mikil 'A' manneskja. S.s. manneskja sem fer snemma að sofa og vaknar líka snemma. Ég bara get ekki vakað langt fram eftir. Ég var nefnilega að gera loka tilraun til að vakna upp á nóttunni til að horfa á formúluna. Ég sem er ansi mikil formúlu aðdáandi lét vekjaraklukkuna mína hringja þegar formúlan var að byrja en ég man rétt aðeins að þetta var alveg að fara að byrja og næst man ég eftir að ég rumskaði þegar blaðamannafundurinn var. Sem sagt allt búið. En eins og ég sagði þá er þetta í síðasta skiptið sem ég reyni að vaka yfir þessu.

Það er 18°C hiti á Kanarý ;)

föstudagur, mars 04, 2005

Takmarkanir. 

Já mikið getur maður verið takmarkaður á köflum. Málið er að það með þessari sameiningu vinnunar sem ég vinn í breyttist skammstöfunin líka. En ekki mikið því hún breyttist úr LBH í LBHI. Það er alveg ótrúlegt hvaða áhrif þetta hefur haft á mig. Áhrifin eru sem sagt þau að ég bæti 'i' aftan við næstum hvert orð þegar ég skrifa.
Dæmi um setningu sem kom áðan.

Hvernigi var þettai með morgundaginni í Borgarleikhúsinu?
Vigidís

Sem betur fer er maður með púka á tölvunni sem grípur svona og bendir manni á.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Hvenær á maður að láta leggja sig inn á Klepp? 

Ég er mikið búin að vera að hugsa um þetta í dag. Það er búin að vera svo brjálað að gera hérna vegna EINNAR verulega vírussmitaðrar tölvu. Ég væri líklega búin að hringja og biðja um innlögn ef að síminn minn myndi hætta að hringja einhvertíma. Ég var að telja það áðan en ég sinnti 20 símtölum áðan á einum klukkutíma. Geri aðrir betur.

Rosalega hlakka ég til að fara til Kanarý.

Annars er ég öll að koma til af veikindunum. Er enn með bölvað nefrennsli en læt það ekki stoppa mig í því að hafa tekið alveg klassa æfingar bæði á mánudaginn og í gær.

Síðan verð ég nú að segja frá því að ég var kjörin Íþróttamaður HSK fyrir árið 2004 og þá 4. árið í röð.

Back to work!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?