mánudagur, mars 07, 2005
Þetta gat ég!
Vitiði hvað? Mér tókst það að setjast bara aldrei fyrir framan tölvuna alveg frá því á föstudegi fram á mánudag. Og nei ég var ekki heldur standandi fyrir framan tölvuna. Og vitiði hvað þetta var bara ekkert erfitt, því það var bara svo margt sem ég var að gera.
Á föstudaginn var bara mjög rólegur þvottadagur. Ég var sem sagt bara að horfa á sjónvarpið og henti í nokkrar vélar.
Á laugardaginn byrjaði ég á að taka heilmikla brennsluæfingu sem innihélt um 5 km hlaup og heilmikið sund. Og það er eiginlega hægt að segja að bílþvotturinn hafi verið hluti af brennsluæfingunni því það var ekkert smá púl. Þvílík tjara sem var komin á bílinn. En hann er aftur orðin glansandi fínn núna. Eftir þetta var bara horft á imbann.
Sunnudagurinn var mjög svipaður og laugardagurinn nema að ég hljóp aðeins styttra og synti aðeins lengra á æfingunni, og í stað þess að þvo bílinn þá tók ég íbúiðina í gegn og þvoði aðeins þvott.
En ég er búin að komast að því að ég er ansi mikil 'A' manneskja. S.s. manneskja sem fer snemma að sofa og vaknar líka snemma. Ég bara get ekki vakað langt fram eftir. Ég var nefnilega að gera loka tilraun til að vakna upp á nóttunni til að horfa á formúluna. Ég sem er ansi mikil formúlu aðdáandi lét vekjaraklukkuna mína hringja þegar formúlan var að byrja en ég man rétt aðeins að þetta var alveg að fara að byrja og næst man ég eftir að ég rumskaði þegar blaðamannafundurinn var. Sem sagt allt búið. En eins og ég sagði þá er þetta í síðasta skiptið sem ég reyni að vaka yfir þessu.
Það er 18°C hiti á Kanarý ;)
Á föstudaginn var bara mjög rólegur þvottadagur. Ég var sem sagt bara að horfa á sjónvarpið og henti í nokkrar vélar.
Á laugardaginn byrjaði ég á að taka heilmikla brennsluæfingu sem innihélt um 5 km hlaup og heilmikið sund. Og það er eiginlega hægt að segja að bílþvotturinn hafi verið hluti af brennsluæfingunni því það var ekkert smá púl. Þvílík tjara sem var komin á bílinn. En hann er aftur orðin glansandi fínn núna. Eftir þetta var bara horft á imbann.
Sunnudagurinn var mjög svipaður og laugardagurinn nema að ég hljóp aðeins styttra og synti aðeins lengra á æfingunni, og í stað þess að þvo bílinn þá tók ég íbúiðina í gegn og þvoði aðeins þvott.
En ég er búin að komast að því að ég er ansi mikil 'A' manneskja. S.s. manneskja sem fer snemma að sofa og vaknar líka snemma. Ég bara get ekki vakað langt fram eftir. Ég var nefnilega að gera loka tilraun til að vakna upp á nóttunni til að horfa á formúluna. Ég sem er ansi mikil formúlu aðdáandi lét vekjaraklukkuna mína hringja þegar formúlan var að byrja en ég man rétt aðeins að þetta var alveg að fara að byrja og næst man ég eftir að ég rumskaði þegar blaðamannafundurinn var. Sem sagt allt búið. En eins og ég sagði þá er þetta í síðasta skiptið sem ég reyni að vaka yfir þessu.
Það er 18°C hiti á Kanarý ;)
Comments:
Skrifa ummæli