<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, október 25, 2005

Næstu dagar 

Ekki mikið um að vera núna á næstunni, en samt eitthvað.
Það er blak í kvöld og er komið að mér að sjá um æfinguna.
Ætli maður fari ekki og kanni hvort að maður geti ekki gefið blóð á morgun. Þar sem að Blóðbíllin ætlar að gera sér ferð hingað á Hvanneyrina.
Um helgina er svo stefnt á Skeiðin. Eitthvað þarf ég að fara að koma tölvunum þar til hjálpar auk þess sem að það er ansi langt síðan að ég hitti hana Iðu.
Helgina eftir það er aftur á móti ansi margt um að vera í Borgarfirðinum þannig að það er hellings plott í gangi þá.

En allt getur þetta nú breyst en þetta eru allavega línurnar fyrir næstu misseri.

mánudagur, október 24, 2005

Egilsstaðir 

Já ég var víst á Egilsstöðum um helgina. Hefði getað verið hvar sem er svo sem. Mætti þarna á föstudagskvöld og kom til baka á sunnudagskvöld. Ég get bara sagt það að ég fór ekki mikið út allan þann tíma. Heldur var tíminn notaður í fundahöld. Vó hvað það er hægt að tala mikið um og æsa sig mikið yfir LOTTÓ!! Enda eru þarna ansi miklir fjármunir í gangi ;)

Annars var nú skemmtun á laugardagskvöldið og það var bara þræl skemmtilegt framan af með mikið af skemmtisögum og öðru slíku en eitthvað er nú tónlistarsmekkur austanmanna annar en minn, en maður reyndi auðvitað að gera gott úr því og dansa. Enda mikið um dansviljuga þarna.

föstudagur, október 21, 2005

Af hverju ... 

vaknar maður upp suma daga og er bara í fýlu?
Það er bara þannig dagur hjá mér í dag. Vaknaði í morgun og var bara als ekki hress og langaði bara ekkert á fætur.
Þetta er nú aðeins að rjátla af mér, enda ómögulegt annað innanum allt þetta hressa fólk hérna í Rannsóknahúsinu.
Svo er ég nú alveg að fara að stinga af héðan úr vinnunni og skal skundað á Egilsstaði.

Vonandi verður stuð þar, þó svo að Emma sé búin að lofa því að senda mér stuðið úr Hótelinu í beinni, þá verður það eflaust ekki nóg til að vinna upp slenið sem er í gangi núna. ;)

Góða helgi!

fimmtudagur, október 20, 2005

Hann á afmæli í dag..... 

Hann Auðunn stóri bróðir minn á afmæli í dag. Til hamingju með það.

Annars er svo sem ekki neinar stór fréttir í gangi hérna, nema kannski helst að ég lét plata mig til að fara á Egilsstaði um helgina. Missi þess vegna af Kvenna kvöldinu á Kollukrá (kráin heitir reyndar eitthvað á útlensku sem ég man ekki!!) og Geirmundi í Hótelinu. Það verða bara aðrir að sjá til þess að skemmta sér þar.

yfir og út.

þriðjudagur, október 18, 2005

Prófa gerð! 

Jæja nú er komið að því. Ég er búin að kveikja á kvikindinu í mér. Ég er sem sagt búin að vera að semja próf fyrir blessuðu aumingjans nemendurnar mína. Múhaha!
Held að prófið eigi ekki að vera of langt, alla vega tók það mig ekki nema 18 mín að reikna það og próftíminn er 2 klst. Lenti reyndar í því fyrst þegar ég bjó til próf að hafa það of langt, en þá var próftíminn bara 1 klst og ég var 10 mín að reikna helv... prófið.

Verð nú annars að segja ykkur frá einni fáránlegustu spurningu sem ég hef fengið varðandi próf. Þessi spurning kom einmitt í dæmatíma núna á mánudaginn.

FÆR MAÐUR EITTHVAÐ AUKALEGA FYRIR LISTRÆNA FRAMSETNINGU!!

Ég átti verulega bátt með mig lengi á eftir.

Annars er ég búin að vera hrikaleg á æfingum seinustu daga. En það er auðvitað ekki gefið eftir heldur keyrt áfram. Bara spurning hvað sé passlegt að taka marga "spretti" eftir að maður er byrjaður að sjá stjörnur!!

mánudagur, október 17, 2005

Að lokinni helginni 

Ef ég ætti að lýsa helginni hjá mér í stuttu máli þá væri það mjög stutt og laggott.

LETI.

Fyrir utan að fara í Borgarnes bæði á laugardag og sunnudag í smá sprikl þá gerði sama og ekki neitt.

Annars var ég að rifja síðustu vikur upp í huga mér.

Af því eftirmynnilegasta verð ég nú að nefna þetta:

* Þessi bjór var svo vondur að ég varð bara að klára hann.
* Hvað viltu ALLT?

Svo verða menn bara að velta því fyrir sér hver sagði hvað, hvar og í hvaða tilefni.

laugardagur, október 15, 2005

Draumur - Pælingar 

Mig dreymdi draum í nótt sem vakti mig mjög til umhugsunar.

Í draumnum var ég fiskur bara og var að lifa lífinu, líklega eins og ég held að fiskar lifa því. Velti mér um í vatninu og naut þess að láta það flæða um mig. Síðan allt í einu var ég búin að bíta á öngul, en ekkert gerðist, líkt og veiði maðurinn hafi sofnað eða eitthvað slíkt. Og svo man ég ekki meira af draumnum.

Allavega fór ég að pæla í því hvort við manneskjurnar getum á einhvern hátt vitað hvernig öðrum skepnum líður, hvernig þær hugsa og annað slíkt. Skildi okkur einhvertíma virkilega líða eins og fiski sem hefur bitið á öngul?

Hvað skildi þessi draumur eiginlega annars þýða?

Skrítið fólk hugsar skrítnar hugsanir!!

föstudagur, október 14, 2005

Föstudagur í manni!! 

Já það er enginn smá föstudagur í mér núna. Bara get ekki beðið eftir að helgin komi.
Planið fyrir helgina var að slappa af, hreyfa sig aðeins, og horfa jafnvel á eitthvað í imbanum, en eins og venjulega verða alltaf breytingar á slíkum plönum og er ég nú þegar búin að láta plata mig í grill. Eitthvað voða virðulegt grill með starfsfólkinu hérna á Hvanneyri og svo koma í heimsókn starfsmenn Landbúnaðarráðuneytisins. Vonandi verður hægt að hrista aðeins upp í virðuleikanum!! Sé síðan til hvað verður úr þessu öllu. Það verður allavega ekki langt sem maður þarf að fara til að laumast heim. ;)

Annars er bara leiðindar slidda hérna og allur snjórinn að fara. :)

fimmtudagur, október 13, 2005

Kennslu lokið í bili. 

Já ég var að enda við að kenna seinasta tímann í stærðfræðinni þetta árið. Rosalega er ég nú fegin að þetta er að verða búið. Á bara eftir að klára að búa til prófið og fara yfir seinustu verkefnin. Þegar þessu er lokið ætti ég að fara að geta hætt að vinna á kvöldin eftir æfingu. :D

Það liggur við að maður verði að halda upp á þetta.... spurning um að taka extra langan tíma í heitapottinum í kvöld.

miðvikudagur, október 12, 2005

Myndir og tenglar 

Núna hef ég barasta ekki neitt merkilegt að segja.
Ég er bara ekki tilbúin í að veturinn sé að skella á.
Annars er ég búin að bæta við myndum og tenglum.

Kveðja úr kuldagallanum á Hvanneyri

mánudagur, október 10, 2005

Þórs, Þórs, Þórsmerkurferð! 

Helgin var bara með þeim betri.
Lagt var í hann frá Rvk. rétt fyrir fimm á föstudegi. Eftir að planið var að fara af stað klukkan þrjú. En einhverrahluta vegna var ég svosem ekki hissa að þetta seinkaði þegar Unnar er með í för. Hann þurfti nefnilega að fara í BAÐ (ekki sturtu) klukkan fjögur. Þetta gerði ferðina bara meira spennandi þar sem að það var alveg orðið myrkur þegar við vorum að fara yfir árnar inni í Mörk. Auðvitað var stoppað á Hvolsvelli og fengið sér geðveikt góðar pizzur á Gallery Pizza. Mæli með þeim stað.
Við vorum þrír bílar í samfloti. Og nokkrir aðrir ætluðu að koma seinna. Þegar við komum síðan að alvöru ánum þá fóru Unnar og Helgi eins og ekkert var yfir en Sigga ákvað að fara vel með bílaleigubílinn og stoppaði. Þegar þarna var komið héldum við að bílarnir sem voru að nálgast okkur væru hinir í hópnum og skildum því Siggu Sig bara eftir... Síðar kom í ljós að þetta var fólk á leið inni í Bása. Múhahaha!! En við hefðum hvort sem er þurft að tæma okkar bíl áður en við hefðum tekið hina upp þannig að Sigga var bara ekkert hissa á þessu heldur opnaði bara einn kaldann og var bara hissa yfir því hvað henni var BJARGAÐ fljótt.
Ekki náði Helgi og Unnar að "bjarga" fleirum þetta kvöld, þrátt fyrir að hafa reynt.
Seinna um kvöldið var síðan alveg geðveik norðurljós.
Á laugardaginn var síðan látið hendurstanda fram úr ermum og heita fjórhjólin hans Unnars núna fjörhjól. Þegar líða tók á kvöldið kom í ljós að Tanja, Inga og Glódís voru týndar og var sendur út heljarinnar leitarflokkur að leita að þeim. Eftir nokkuð langa leit þá komu þær í leitirnar. En þá var orðið það framorðið að ekkert varð úr Útilegumannaleiknum. :(
Sunnudagurinn var síðan notaður í að sækja borð og ruslafötur og koma þeim í skjól. Síðan fór fram heljarinnar boccia keppni þar sem Gestur endaði uppi sem sigurvegari.
Eftir það var Þórsmörkin kvödd að sinni.
Auðvitað var margt annað gert þarna en það yrði bara allt of langt mál ef ég færi að nefna það allt. :P
Set inn myndir við næsta tækifæri.

fimmtudagur, október 06, 2005

Miklar eru nú sveiflurnar. 

Jæja ég er nefnilega alveg búin að jafna mig á pirringnum, enda hefur prenntþjónninn alveg hangið inni seinustu tvo daga. Hefur reyndar ýmislegt annað gengið á en ekkert major.
Núna er bara svo margt sem mig langar að gera um helgina, að ég þyrfti eiginlega að skella mér í ljósritunarvélina.

* Fyrst skal nefna það að á laugardagskvöld á að opna Kollubarinn, hérna á Hvanneyri. Skil ekki alveg hvernig stendur á því að ég enda alltaf með því að eiga heima í innan við kílómeters fjarðlægð frá krá. Þó svo að ég sé bara 50 metrum frá kránni núna þá var ég enn nær Búðarklettinum þegar ég bjó í Borgarnesinu.

* Síðan er Sauðamessan í Borgarnesi með tilheyrandi réttaballi. Einnig á laugardaginn.
* Þriðji kosturinn og sá sem ég mun velja er fjölskylduferð í Þórsmörk.

Allt mjög góðir kostir og hefði alveg viljað vera á öllum þessum stöðum.

miðvikudagur, október 05, 2005

Niðurstöður gærdagsins. 

Eftir að hafa velt fyrir mér atburðum gærdagsins þá hef ég komist að þessum niðurstöðum.

* Það er hægt að reyta mig til reiði.
* Það er hægt að reyta mig til reiði fyrir klukkan 8 á morgnana.
* Það er róandi að kenna.
* Ef netþjónn krassar og er settur upp aftur, þá er ekki gefið að hann krassi ekki aftur daginn eftir.
* Maður verður bara að reyna að hafa gaman af hlutunum, sama hvað gengur á.
* Það gerir bara illt verra að æsa sig á móti æstu fólki.

Mér fannst ég rosalega dugleg við að vera jákvæð í þessari færslu.

Langaði helst að hafa hana bara svona

ARG!!

mánudagur, október 03, 2005

Helgin. 

Já núna er ljúfri helgi í sveitinni lokið. Það var nú ýmislegt brallað enda voru Glódís og Guðjón Helgi í sveitinni og auðvitað Iða líka


Ég skrapp aðeins í að kanna hvort það væru einhverjar kindur í sundunum og heilsaði aðeins upp á Hrossin. Síðan fengum afar ánægulega og óvænta heimsókn frá Róberti sem var að vinna hjá okkur fyrir um 4 árum síðan. Rosalega gaman að fá svona heimsóknir. Eftir það var síðan farið í það að planta smá haustlaukum. Get ekki sagt annað en að það hafi verið afar skemmtilegt þar sem við fengum mjög mikla hjálp frá litla skottinu.


En síðan var þessi líka venjulegi mánudagur í vinnunni, einn server krassaði og ég fékk bara um það bil 40 símtöl á meðan við vorum að koma honum upp. Afhverju þurfa svona hlutir alltaf að gerast á mánudögum og á þeim tíma að maður fær ekki neinn hádegismat? Það bætir nefnilega ekki skapið að vera svangur við viðgerðina.

Þannig að það var tekið vel á því á æfingu í kvöld, þar sem ég þurfti að losa um afar mikinn pirring. Enda var potturinn einstaklega þæginlegur eftir átökin.

Audios

This page is powered by Blogger. Isn't yours?