<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, október 18, 2005

Prófa gerð! 

Jæja nú er komið að því. Ég er búin að kveikja á kvikindinu í mér. Ég er sem sagt búin að vera að semja próf fyrir blessuðu aumingjans nemendurnar mína. Múhaha!
Held að prófið eigi ekki að vera of langt, alla vega tók það mig ekki nema 18 mín að reikna það og próftíminn er 2 klst. Lenti reyndar í því fyrst þegar ég bjó til próf að hafa það of langt, en þá var próftíminn bara 1 klst og ég var 10 mín að reikna helv... prófið.

Verð nú annars að segja ykkur frá einni fáránlegustu spurningu sem ég hef fengið varðandi próf. Þessi spurning kom einmitt í dæmatíma núna á mánudaginn.

FÆR MAÐUR EITTHVAÐ AUKALEGA FYRIR LISTRÆNA FRAMSETNINGU!!

Ég átti verulega bátt með mig lengi á eftir.

Annars er ég búin að vera hrikaleg á æfingum seinustu daga. En það er auðvitað ekki gefið eftir heldur keyrt áfram. Bara spurning hvað sé passlegt að taka marga "spretti" eftir að maður er byrjaður að sjá stjörnur!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?