mánudagur, október 24, 2005
Egilsstaðir
Já ég var víst á Egilsstöðum um helgina. Hefði getað verið hvar sem er svo sem. Mætti þarna á föstudagskvöld og kom til baka á sunnudagskvöld. Ég get bara sagt það að ég fór ekki mikið út allan þann tíma. Heldur var tíminn notaður í fundahöld. Vó hvað það er hægt að tala mikið um og æsa sig mikið yfir LOTTÓ!! Enda eru þarna ansi miklir fjármunir í gangi ;)
Annars var nú skemmtun á laugardagskvöldið og það var bara þræl skemmtilegt framan af með mikið af skemmtisögum og öðru slíku en eitthvað er nú tónlistarsmekkur austanmanna annar en minn, en maður reyndi auðvitað að gera gott úr því og dansa. Enda mikið um dansviljuga þarna.
Annars var nú skemmtun á laugardagskvöldið og það var bara þræl skemmtilegt framan af með mikið af skemmtisögum og öðru slíku en eitthvað er nú tónlistarsmekkur austanmanna annar en minn, en maður reyndi auðvitað að gera gott úr því og dansa. Enda mikið um dansviljuga þarna.
Comments:
Skrifa ummæli