mánudagur, október 03, 2005
Helgin.
Já núna er ljúfri helgi í sveitinni lokið. Það var nú ýmislegt brallað enda voru Glódís og Guðjón Helgi í sveitinni og auðvitað Iða líka

Ég skrapp aðeins í að kanna hvort það væru einhverjar kindur í sundunum og heilsaði aðeins upp á Hrossin. Síðan fengum afar ánægulega og óvænta heimsókn frá Róberti sem var að vinna hjá okkur fyrir um 4 árum síðan. Rosalega gaman að fá svona heimsóknir. Eftir það var síðan farið í það að planta smá haustlaukum. Get ekki sagt annað en að það hafi verið afar skemmtilegt þar sem við fengum mjög mikla hjálp frá litla skottinu.

En síðan var þessi líka venjulegi mánudagur í vinnunni, einn server krassaði og ég fékk bara um það bil 40 símtöl á meðan við vorum að koma honum upp. Afhverju þurfa svona hlutir alltaf að gerast á mánudögum og á þeim tíma að maður fær ekki neinn hádegismat? Það bætir nefnilega ekki skapið að vera svangur við viðgerðina.
Þannig að það var tekið vel á því á æfingu í kvöld, þar sem ég þurfti að losa um afar mikinn pirring. Enda var potturinn einstaklega þæginlegur eftir átökin.
Audios

Ég skrapp aðeins í að kanna hvort það væru einhverjar kindur í sundunum og heilsaði aðeins upp á Hrossin. Síðan fengum afar ánægulega og óvænta heimsókn frá Róberti sem var að vinna hjá okkur fyrir um 4 árum síðan. Rosalega gaman að fá svona heimsóknir. Eftir það var síðan farið í það að planta smá haustlaukum. Get ekki sagt annað en að það hafi verið afar skemmtilegt þar sem við fengum mjög mikla hjálp frá litla skottinu.

En síðan var þessi líka venjulegi mánudagur í vinnunni, einn server krassaði og ég fékk bara um það bil 40 símtöl á meðan við vorum að koma honum upp. Afhverju þurfa svona hlutir alltaf að gerast á mánudögum og á þeim tíma að maður fær ekki neinn hádegismat? Það bætir nefnilega ekki skapið að vera svangur við viðgerðina.
Þannig að það var tekið vel á því á æfingu í kvöld, þar sem ég þurfti að losa um afar mikinn pirring. Enda var potturinn einstaklega þæginlegur eftir átökin.
Audios
Comments:
Skrifa ummæli