<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 10, 2005

Þórs, Þórs, Þórsmerkurferð! 

Helgin var bara með þeim betri.
Lagt var í hann frá Rvk. rétt fyrir fimm á föstudegi. Eftir að planið var að fara af stað klukkan þrjú. En einhverrahluta vegna var ég svosem ekki hissa að þetta seinkaði þegar Unnar er með í för. Hann þurfti nefnilega að fara í BAÐ (ekki sturtu) klukkan fjögur. Þetta gerði ferðina bara meira spennandi þar sem að það var alveg orðið myrkur þegar við vorum að fara yfir árnar inni í Mörk. Auðvitað var stoppað á Hvolsvelli og fengið sér geðveikt góðar pizzur á Gallery Pizza. Mæli með þeim stað.
Við vorum þrír bílar í samfloti. Og nokkrir aðrir ætluðu að koma seinna. Þegar við komum síðan að alvöru ánum þá fóru Unnar og Helgi eins og ekkert var yfir en Sigga ákvað að fara vel með bílaleigubílinn og stoppaði. Þegar þarna var komið héldum við að bílarnir sem voru að nálgast okkur væru hinir í hópnum og skildum því Siggu Sig bara eftir... Síðar kom í ljós að þetta var fólk á leið inni í Bása. Múhahaha!! En við hefðum hvort sem er þurft að tæma okkar bíl áður en við hefðum tekið hina upp þannig að Sigga var bara ekkert hissa á þessu heldur opnaði bara einn kaldann og var bara hissa yfir því hvað henni var BJARGAÐ fljótt.
Ekki náði Helgi og Unnar að "bjarga" fleirum þetta kvöld, þrátt fyrir að hafa reynt.
Seinna um kvöldið var síðan alveg geðveik norðurljós.
Á laugardaginn var síðan látið hendurstanda fram úr ermum og heita fjórhjólin hans Unnars núna fjörhjól. Þegar líða tók á kvöldið kom í ljós að Tanja, Inga og Glódís voru týndar og var sendur út heljarinnar leitarflokkur að leita að þeim. Eftir nokkuð langa leit þá komu þær í leitirnar. En þá var orðið það framorðið að ekkert varð úr Útilegumannaleiknum. :(
Sunnudagurinn var síðan notaður í að sækja borð og ruslafötur og koma þeim í skjól. Síðan fór fram heljarinnar boccia keppni þar sem Gestur endaði uppi sem sigurvegari.
Eftir það var Þórsmörkin kvödd að sinni.
Auðvitað var margt annað gert þarna en það yrði bara allt of langt mál ef ég færi að nefna það allt. :P
Set inn myndir við næsta tækifæri.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?