<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 06, 2005

Miklar eru nú sveiflurnar. 

Jæja ég er nefnilega alveg búin að jafna mig á pirringnum, enda hefur prenntþjónninn alveg hangið inni seinustu tvo daga. Hefur reyndar ýmislegt annað gengið á en ekkert major.
Núna er bara svo margt sem mig langar að gera um helgina, að ég þyrfti eiginlega að skella mér í ljósritunarvélina.

* Fyrst skal nefna það að á laugardagskvöld á að opna Kollubarinn, hérna á Hvanneyri. Skil ekki alveg hvernig stendur á því að ég enda alltaf með því að eiga heima í innan við kílómeters fjarðlægð frá krá. Þó svo að ég sé bara 50 metrum frá kránni núna þá var ég enn nær Búðarklettinum þegar ég bjó í Borgarnesinu.

* Síðan er Sauðamessan í Borgarnesi með tilheyrandi réttaballi. Einnig á laugardaginn.
* Þriðji kosturinn og sá sem ég mun velja er fjölskylduferð í Þórsmörk.

Allt mjög góðir kostir og hefði alveg viljað vera á öllum þessum stöðum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?