<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 15, 2005

Draumur - Pælingar 

Mig dreymdi draum í nótt sem vakti mig mjög til umhugsunar.

Í draumnum var ég fiskur bara og var að lifa lífinu, líklega eins og ég held að fiskar lifa því. Velti mér um í vatninu og naut þess að láta það flæða um mig. Síðan allt í einu var ég búin að bíta á öngul, en ekkert gerðist, líkt og veiði maðurinn hafi sofnað eða eitthvað slíkt. Og svo man ég ekki meira af draumnum.

Allavega fór ég að pæla í því hvort við manneskjurnar getum á einhvern hátt vitað hvernig öðrum skepnum líður, hvernig þær hugsa og annað slíkt. Skildi okkur einhvertíma virkilega líða eins og fiski sem hefur bitið á öngul?

Hvað skildi þessi draumur eiginlega annars þýða?

Skrítið fólk hugsar skrítnar hugsanir!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?