fimmtudagur, mars 31, 2005
Ég er á lífi :)
Já ég er enn á lífi, og er aftur komin á landið eftir alveg brilliant dvöl á Kanarí. Held að maður geti alveg vanist því að vera þarna. Bara dúndur blíða alla dagana sem við vorum þarna. Æfingarnar gengu líka alveg milljandi. Þannig að brosið fer varla af manni þessa dagana. Það var nú samt ansi geispandi manneskja sem mætti í vinnuna í gær klukkan 8:00. Ég var nefnilega ekki komin upp á Hvanneyri fyrr en klukkan 6:00, þannig að nætursvefninn var ansi lítill. En ég hélt út daginn án þess að fara úr kjálkalið, en ég held að á stundum hafi ekki munað miklu.
Annars vildi ég bara óska Sigrúnu til hamingju með að vera komin yfir 50 metrana og býst ég passlega við því að það fylgi eitthvað meira á eftir.
En núna þarf ég að fara að vinna upp sindir páskafrísins.
Annars vildi ég bara óska Sigrúnu til hamingju með að vera komin yfir 50 metrana og býst ég passlega við því að það fylgi eitthvað meira á eftir.
En núna þarf ég að fara að vinna upp sindir páskafrísins.
Comments:
Skrifa ummæli