<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 21, 2006

Hlutirnir aðeins að róast. 

Já það er þvílíkt mikið búið að vera að gera hjá mér. Það er næstum því svona tómarúm í gangi eftir allar veislurnar og hátíðisdagana.

Ættarmót, nýr fjölskyldumeðlimur, 2 afmæli, 17. júní. Allt í einni viku.

En núna eru hlutirnir aðeins farnir að róast og ég náði að horfa á leik á HM í fyrsta skipti í gær. Það var bara þræl góð stemming á Kollubar og horfa á England - Svíþjóð.

Ætla að reyna að komast í kvöld líka að sjá Holland - Argentínu.

Annars er það af mér að frétta að allt stefnir í það að ég fari í Mastersnám í haust.
Ég ákvað í einhverju bríaríi að senda inn umsókn einhverntíma í maí og sjá svo til hvað yrði. Bjóst eiginlega ekkerert endilega við því að verða samþykkt þar sem ég sendi nú ekki inn öll fylgigögnin sem beðið var um. En það er búið að samþykkja mig inn, og HR er bara að sýna mér heilmikinn áhuga. Er núna aðeins að melta hlutina með mér og ákveða hvernig ég ætla að skipuleggja næstu árin. Ætla mér að vinna hérna hjá LBHI áfram og er allavega búin að lofa að kenna stærðfræðina í haust. Mér líður bara allt of vel hérna til að fara að flytja.

Það eru nú ekki margir sem búa í Himnaríki og geta sagt frá því!!

Ef ég segi síðan eitthvað af æfingunum, þá er ég öll að koma til. Gæti jafnvel farið að láta sjá mig á mótum. Ef það eru þá einhver mót á næstunni :p

Bless í bili.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?