<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júní 09, 2006

Ég er ekki dauð! 

Verð að vera duglegri við að skrifa hérna. En þegar maður hefur ekkert að segja þá skrifar maður minna... ekki rétt?
Seinustu dagar hafa verði ansi þéttir í vinnunni. Og nokkuð þreyttar æfingar sem verða þegar unnið er 9-10 tímar straight. En í gær lét ég mig hafa það að fara í fjallgöngu eftir æfingu. Bara nett fallegt að horfa yfir landið af Hraunsnefsöxl.

Það eru nokkrir búinir að hafa samband við mig eftir seinasta mót, sem ég tók ekki þátt í. Bara til að finna út hvort að ég sé að hætta. Bara til að svara flestum strax þá er ég ekki að hætta. Ég ætla að halda áfram meðan að ég hef gaman af þessu. Það er svo sem óvíst hvort að ég muni taka þessu jafn alvarlega og oft áður þetta árið en það kemur bara í ljós. Veikindin í vetur og meiðsli núna í vor hafa aðeins sett strik í reikninginn hjá mér og er stefnan sett á að keppa þegar mér finnst að ég sé tilbúin til þess. Ekkert gaman að keppa þegar vitað er fyrirfram að útkoman verður ekki neitt neitt.

Annars er ættarmót um helgina!! Það ætti nú að geta orðið skemmtilegt. Var samt á tímabili að spá í að sleppa því, en það er svo ansi langt síðan að ég hitti sumt af þessu fólki að maður verður að láta sjá sig. Svo er stefnt að því að setja kýrnar út í fyrsta skipti á laugardaginn, ef að veður leifir. (Ekki mikil sól, en hlýtt). Maður getur nú ekki sleppt því þannig að suðurlandið verður það um helgina.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?