föstudagur, júní 02, 2006
Alveg búin á því!!
Já það er þvílíkt spennufall í gangi hjá mér. Síðustu dagar hafa innihaldið mikla vinnu og í gær var útskrift nemenda hérna á Hvanneyri. Það eru bilað mörg handtök, og mikil skipulagning sem þarf til að láta svona athöfn ganga. En ég get bara sagt að þegar ég kom heim í gær um klukkan sjö þá var bara tvennt að gera, borða og slappa af í sófanum. Slappaði svo vel af að allt í einu var klukkan bara orðin 2:30. Er því búin að sofa ansi vel og legni í dag. Held bara of lengi því ég er bara sifjuð.
Annars er löng helgi framundan og ekkert ráðið hvað maður gerir. Gullmótið í sjónvarpinu í kvöld og æfingar eru ansi ríkjandi á dagskránni.
Vonandi verður lognið ekki mikið að flíta sér á næstunni, svo maður geti notið þess að vera svolítið úti.
l8er
Vigdís
Annars er löng helgi framundan og ekkert ráðið hvað maður gerir. Gullmótið í sjónvarpinu í kvöld og æfingar eru ansi ríkjandi á dagskránni.
Vonandi verður lognið ekki mikið að flíta sér á næstunni, svo maður geti notið þess að vera svolítið úti.
l8er
Vigdís
Comments:
Skrifa ummæli