þriðjudagur, apríl 04, 2006
Hreyfing er heilsubót!!
Get ekki sagt annað. Og ekki bara líkamleg heldur andleg líka. Hef bara fundið það að þegar ég hef ekki getað æft eins og ég er vön þá bara ræð ég ekki við eins mikið andlegt áreiti og venjulega. Ég var farin að hafa heilmiklar áhyggjur af þessu. Í gær tók ég mig síðan til og keyrði mig gjörsamlega út á æfingu og það er bara ansi langt síðan að ég hef vaknað jafn hress og í morgun. :) Enda orðin laus við rörið úr nefinu og get þess vegna farið í blak í kvöld. Er reyndar ekki alveg laus við allt lækna vesen en háls nef og eyrna læknirinn minn sendi mig núna til tannlæknis... eins og ég er nú hrifin af þeim!!
En ég mæli eindregið með því að ef menn eru eitthvað pirraðir og leiðir þá fari menn og púli almennilega.
En ég mæli eindregið með því að ef menn eru eitthvað pirraðir og leiðir þá fari menn og púli almennilega.
Comments:
Skrifa ummæli