<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 15, 2007

Gluggagægir! 

Já eitthvað er nú jólasveinninn á glugganum hjá mér búinn að ruglast á dagatalinu. Því þetta er sannkallaður gluggagægir. Það sem meira er að hann er bara als ekki að fara leynt með þessar athafnir sínar. Enda erfitt þar sem ég bý á 3. hæð. Og er hann búinn að stilla upp lyfturum fyrir framan 2/3 af gluggunum hjá mér og svo er stillans fyrir framan restina. En ég komst að því um daginn að jólasveinninn er útlenskur, eða allavega talaði hann á ensku þegar hann gerði mér aldeilis bilt við þegar ég var að vaska upp. Get als ekki sagt að ég hafi átt vona á því að það væri bankað á gluggann hjá mér og ég beðin um að loka glugganum.

En svo fólk fari ekki að vorkenna mér allt of mikið eða halda að þarna sé einhver perri á ferðinni þá er verið að húsið að utan og málararnir eru bara svona hrikalega duglegir að þeir eru oft að vinna langt fram á kvöld.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?