fimmtudagur, maí 31, 2007
Vorfílingur!
Get ekki sagt annað en það sé kominn vorfílingur í mig. Ég skrapp á æfingu í gær og kastaði spjóti. Er búin að vera að bíða eftir góðu tækifæri til þess og það kom að því. Get ekki sagt að ég sé í súper dúper kast formi en ég hugsa að ef ég tek 4-5 æfingar þá ætti ég að geta kastað jafn langt og ég gerði síðasta sumar. Ég var einhvertíma búin að lofa mér að keppa ekki nema hafa trú á að kasta að minnsta kosti 48 m en það er samt komin ansi mikil löngun til að keppa.
Mikið er nú gaman að koma sér í form. Hvað er skemmtilegra en að bæta sig í svo til öllu í hverri viku. Ég passa mig bara á því að muna ekki hvað ég gat gert fyrir 2-3 árum.
Svo er ansi fátt sem jafnast á við að liggja upp í sófa og njóta þess að finna líkamann vinna úr erfiðum æfingum maður algjörlega finnur sig styrkjast með hverri mínútunni.
Mikið er nú gaman að koma sér í form. Hvað er skemmtilegra en að bæta sig í svo til öllu í hverri viku. Ég passa mig bara á því að muna ekki hvað ég gat gert fyrir 2-3 árum.
Svo er ansi fátt sem jafnast á við að liggja upp í sófa og njóta þess að finna líkamann vinna úr erfiðum æfingum maður algjörlega finnur sig styrkjast með hverri mínútunni.
Comments:
Skrifa ummæli