<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 02, 2007

Margt um að ske! 

Já það er bara svo margt búið að gerast síðan að ég skirfaði síðast að ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja.

Ég er búin að taka alveg heila viku í hörku æfingum og hrikalega líður mér miklu betur. Bæði andlega og líkamlega. (Þarna inn í tengist heilmikil pæling sem ég skrifa eitthvað um síðar.)

Um helgina var svo Öldungamót í blaki. Og þar sem maður er orðinn svoddan öldungur þá var maður auðvitað með þar. Ekkert smá gaman. Héðan frá Hvanneyri fóru 3 lið. Getið rétt ímyndað ykkur stemminguna í íbúðinni sem við leigðum 18 dömur. Gleði Gleði!
Er alveg með strengi í maganum af hlátri og hvatningarópum.
Vegna margra fjarvista frá blak æfingum í vetur þá var ég í B-Liðinu sem keppti í 8. deild. En þar sem að okkar markmið var auðvitað að hafa bara sem mest gaman af þessu þá skiptir það ekki neinu máli í hvaða deild maður spilar. Unnum 4 leiki og töpuðum 2 og enduðum í 4 sæti í deildinni.

En það er hér með ákveðið að ég stefni á það að fara ekki á bílnum mínum á fleiri öldungamót. Seinast þegar ég gerði það þá lenti grjót í framrúðunni hjá mér og kom þessi líka stjarna. Og svo núna um helgina þá lenti ég bara í alveg fáránlegum hlut. Ég var bara á rúntinum á milli íþróttahúsanna í Garðabænum þegar ég mæti bíl og fæ flösku í framrúðunu. Held að það hafi verið blast flaska sem sprakk á rúðunni og framrúðan brotnaði. Er samt enn í! Ég sá í rauninni ekki alveg hvað gerðist, en farþeginn sem var með mér í bílnum sá að gaurinn hafði alveg ætlað sér að kasta flöskunni í mig. Hver gerir eiginlega svona. ARG!!!

Svo í lokin þá vil ég óska Hafdísi og Sveinbirni aftur til hamingju með guttann.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?