<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 19, 2007

Uss... Ekki byrjar nú bloggárið vel. Skil bara ekki hvað það er lítill tími til að skrifa og þar að auki bara ekki neitt að skrifa um.
Er reyndar búin að vera meira og minna meðvitundarlaus seinustu vikuna.
Mætti í vinnuna á mánudagsmorguninn og var bara send snarlega heim því ég væri of HOT! Og samkvæmt vísindalegum mælinum hef ég ekki náð coolinu enn.

Fyrir utan þetta er alveg brjálað að gera í skólanum. Vantar nú aðeins nokkra kafla í það að vera með grunninn á hreinu í gagnasafnsfræðinni. Sem gerir það að verkum að ég hef verið að lesa svo til stanslaust síðann að skólinn byrjaði. (Kannski ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað og ekkert fréttnæmt hefur gerst hjá mér!) Síðan er ætlunin að gera verkefnið í þessum áfanga í Python sem ég þarf þá að læra líka. FUN, FUN, FUN!!! Líst reynda mjög vel á þetta forritunarmál og maður sagði mér að ég ætti að geta hrist fram nokkuð góðum kóða eftir 5 daga lærdóm í því. Sé ekki alveg hvenær ég á að finna 5 daga í stundaskránni.

Af öðrum sviðum er það að frétta að í sveitinni er búið að taka inn nokkra rúmmetra af hryssunni minni. Henni finnst nefnilega matur góður. Vonandi get ég gefið mér einhvern tíma til að fara á bak fljótlega.

Jæja hef þetta ekki lengra núna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?