<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 03, 2006

GRUNDAVÍK!! 

Já aldeilis snilldar helgi lokið.
Helgin hófst eldsnemma á föstudags morgun hjá mér.
Það var sem sagt lagt af stað 5:45 frá Hvanneyri á Snæfellsnesið. Og klukkan 8:00 voru allir kominir í feiknar stuð og farnir að spila blak. Síðan voru 3 leikir þennann daginn og síðasti leikurinn hjá öðru liðinu hjá okkur var síðan klukkan 23:00. Feiknar stuð á pöllunum. Segi ekki að maður hafi ekki verið orðinn svolítið frammlágur klukkan 3:00 þegar ákveðið var að fara að sofa.

Laugardagurinn var síðan aðeins rólegri framan af en byrjuðum ekki að spila fyrr en um klukkan tvö. Síðan annan aðeins síðar. Verð síðan að koma því hér að að Kolla Bjútí er bara snilldar grillari. Þegar maður grillar á kolagrilli þá á auðvitað að vera svolítið kolabragð af kjötinu!!

Á sunnudaginn var síðan síðustu leikirnir og eftir það var brunað á Hvanneyri bara til að skemmta sér enn meira í grillpartýi hjá Sollu. Það er ansi langt síðan að ég hef skemmt mér jafn vel. Gjörsamlega bullandi stuð frá 8:30 og til 4:00. Sem dæmi um hvað fólk var orðið heitt af öllum dansinum þá tók Arnar að sér að kæla fólk niður með garðslöngu!! ... hvort sem það vildi það eða ekki ;)
Mánudagurin var síðan einskonar sunnudagur hjá mér og fór í að ráðast á þvottafjallið mikla.

Nokkrar góðar setningar úr ferðinni!

Við erum að fara í Grundavík, ætlar þú með?
Ertu búin að kveikja á hitasætaranum?
Oooooooooog Breezer!
Ég fíla Dilla dilla!

Var allt of upptekin við að njóta helgarinnar til að taka eitthvað að ráði af myndum. En ef ég fæ einhverjar sendar á næstunni þá deili ég þeim með ykkur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?