miðvikudagur, maí 24, 2006
Síðustu dagar
Ætli maður verði nú ekki að fara að setja eitthvað hérna inn.
Ýmislegt sem ég er búin að bralla síðan síðast.
Fór eins og ég nefndi í Þórsmörk um helgina. Alveg snilldar helgi. Þar sem miklu var komið í verk og enginn að hafa miklar áhyggjur af Söngvakeppnum. Enda getur söngurinn ekki verið góður þegar hæst heyrist í mér í hópsöng!! Varð bara að láta aðeins heyra í mér þar sem aðrir voru bara að singja á einhverjum tónum sem ég var bara als ekki að ráða við ;)
Það var mikið málað en ekki er ég nú viss um að besta veðrið til að mála í sé snjókoma!! Svo var líka borið í stýga byggðar brýr, gluggakystur smíðaðar, skrapað járn, klósett þryfin, dýnur viðraðar, gluggar þryfnir, og svo margt margt meira.
Svo var vel tekið á því í fótbolta... full(orðnir) á móti hinum. Margir ansi glæsilegir taktar. En Helgi var auðvitað glæsilegastur að festast í tré... spurning um að fórna sér. Síðan var nettur Útilegumannaleikur. Steinþóri tókst að það ég best veit ekki að slasa sig. :)
Er síðan búin að vera ansi þreytt í byrjun vikunnar. Get ekki sagt að ég hafi átt mjög létt með að halda mér vakandi í yfirsetu yfir prófi í morgun.
Annars er ég búin að æfa nokkuð vel í vikunni, en hef ekki treyst mér til að kasta í þessum kulda með höndina eins og hún er ... Spurning um að reyna stundum að hafa vit fyrir sjálfum sér!!
Annars segi ég bara bless í bili.
Ýmislegt sem ég er búin að bralla síðan síðast.
Fór eins og ég nefndi í Þórsmörk um helgina. Alveg snilldar helgi. Þar sem miklu var komið í verk og enginn að hafa miklar áhyggjur af Söngvakeppnum. Enda getur söngurinn ekki verið góður þegar hæst heyrist í mér í hópsöng!! Varð bara að láta aðeins heyra í mér þar sem aðrir voru bara að singja á einhverjum tónum sem ég var bara als ekki að ráða við ;)
Það var mikið málað en ekki er ég nú viss um að besta veðrið til að mála í sé snjókoma!! Svo var líka borið í stýga byggðar brýr, gluggakystur smíðaðar, skrapað járn, klósett þryfin, dýnur viðraðar, gluggar þryfnir, og svo margt margt meira.
Svo var vel tekið á því í fótbolta... full(orðnir) á móti hinum. Margir ansi glæsilegir taktar. En Helgi var auðvitað glæsilegastur að festast í tré... spurning um að fórna sér. Síðan var nettur Útilegumannaleikur. Steinþóri tókst að það ég best veit ekki að slasa sig. :)
Er síðan búin að vera ansi þreytt í byrjun vikunnar. Get ekki sagt að ég hafi átt mjög létt með að halda mér vakandi í yfirsetu yfir prófi í morgun.
Annars er ég búin að æfa nokkuð vel í vikunni, en hef ekki treyst mér til að kasta í þessum kulda með höndina eins og hún er ... Spurning um að reyna stundum að hafa vit fyrir sjálfum sér!!
Annars segi ég bara bless í bili.
Comments:
Skrifa ummæli