<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Best að láta heyra eitthvað í sér. 

Jæja langt síðan ég hef skrifað hérna.

Síðastu helgi var ekki mikið framkvæmt. Ákvað vegna veðurs að fara ekki austur á Skeið fyrr en á laugardags morgun. Síðan fór restin af laugardeginum í tölvuvesen fyrir mömmu. Sunnudagurinn fór síðan að mestu í afslöppun og smá heimsókn til tvíburana. En síðan var bara brunað aftur á Hvanneyri.

Þetta var sem sagt helgin. En eftir það hef ég bara verið með magaverki og leiðindi en alltaf skal maður samt drulla sér í vinnuna. Leiðinda vírusar búnir að vera að pirra okkur hérna seinustu daga og vonandi eru þeir búnir að gefast upp fyrir þrjóskunni í okkur.

Annars verð ég bara að koma því að að SUMIR ÞJÓÐVERJAR (nefni engin nöfn) eru alveg að verða búnir að brenna mínar fínustu yfir.

Svo verð ég að fræða ykkur með því að það er ótrúlega mikil lykt sem getur fest í tölvum. Ég er búin að vera að vinna með rannsóknatölvuna úr fjósinu núna í gær og í dag og ég er gjörsamlega að kafna úr fjósalykt!!
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti fjósum en lyktin sem er það á ekki heima á skrifstofunni minni ;)

Ekki meira núna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?