föstudagur, nóvember 04, 2005
Það er kominn föstudagur... ákaflega skýr og fagur
En það er enn sama lyktin hjá mér. Mikið verð ég fegin þegar ég verð búin að brenna þessum 60 GB á diska og losna við blessuðu fjóstölvuna. Væri nú munur að efnið sem maður væri að brenna væri eitthvað annað en kvígur í stýjum annað hvort að éta eða ekki éta.... Ekki meira um það.
Í kvöld er svo Borgarfjarðar Ædolið. Ekki spurning um það að það verður geðveikt gaman. Verð reyndar aðeins að hjálpa til við tæknimál en ætla að njóta þess að horfa á á milli. Af þeim atriðum sem ég hef fengið að sjá æfingu af þá verður þetta algjör snilld þannig að ég mæli með því að fólk skelli sér í Brún í kvöld... byrjar 20:30.
Síðan er stefnan sett á að fara á Suðurlandið á laugardag ( sem minnir mig á það að ég þarf að hringja í mann og annan.) Og er ætlunin að gera sem minnst....
Í kvöld er svo Borgarfjarðar Ædolið. Ekki spurning um það að það verður geðveikt gaman. Verð reyndar aðeins að hjálpa til við tæknimál en ætla að njóta þess að horfa á á milli. Af þeim atriðum sem ég hef fengið að sjá æfingu af þá verður þetta algjör snilld þannig að ég mæli með því að fólk skelli sér í Brún í kvöld... byrjar 20:30.
Síðan er stefnan sett á að fara á Suðurlandið á laugardag ( sem minnir mig á það að ég þarf að hringja í mann og annan.) Og er ætlunin að gera sem minnst....
Comments:
Skrifa ummæli