<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 21, 2005

Ætli það sé ekki best að láta aðeins heyra í sér. Annars eru síðustu dagar búnir að vera ansi svona upp og ofan.

Fyrst skal nefna það að það var Árshátíð hjá nemendum hérna við LBHI á laugardagskvöldið. Hef nú alltaf farið þangað síðan að ég byrjaði að vinna hérna en einn aðili kom mér bara í þá óþægilegu aðstöðu að ég bara gat ekki hugsað mér að fara þangað. En bíð spennt eftir því að sjá myndir og heyra kjaftasögur af því sem gerðist.

Á föstudaginn var skipulagið að fara á Kollubar (Öðru nafni Pubbinn Na Strovia or what ever)Þar átti að sýna upptöku frá Borgarfjarðarædolinu. Ég fór þangað og horfði á hitt Idolið en svo voru bara orðin svo mikil læti þegar kom að hinu að ég fór bara heim að sofa og vonandi fæ ég bara spóluna með hinu lánaða einhvertíma.

Á laugardaginn brunaði ég síðan heim. Hef greinilega brunað aðeins of hratt því ég var stoppuð af löggunni á heiðinni :( Ekkert gaman af því og hefði alveg viljað eyða peningunum í annað en hraðasekt. Var í ansi mikilli fýlu út í sjálfa mig það sem eftir var helgarinnar. En það sem reddaði alveg helginni var það að Gunna frænka, Palli, Sigrún Kara og Elva komu og voru í sveitinni um helgina og voru jólasveinar föndraðir í miklum móð.

Ekki meira af bulli í bili.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?