<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, október 14, 2008

Hvað kemur til?? 

Vá ég bara allt í einu datt í hug að ég ætti að blogga... Veit ekki afhverju.

Allavega þá er kennslan að verða búin. Bara prófið á morgun og svo dembi ég mér aftur í Mastersverkefnið.
Veit ekki alveg hvort mér hlakki til. Þar sem að það gekk frekar hægt hjá mér í haust. En ef ég spýti í lófana, hisja upp um mig buxurnar og bretti upp ermarnar þá ætti ég að komast af stað og þá hlýtur mér að finnast þetta það spennandi að það verði ekki skúrað á hverjum degi í Himnaríki.

Annars verð ég að segja það að ég er óskaplega fegin að hafa ekki átt neinu að tapa í þessu efnahagsbulli sem er í gangi. Bíllinn minn er að vísu aðeins dýrari núna á mánuði en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, Því ég mun ekki svelta sama hvað gengur á. Var nefnilega að byrja með Seif (4 vetra folann minn) í tamningu og hann er bara stórhættulega hrekkjóttur. Þar af leiðandi verður hrossakjöt í kistunni fljótlega. Namm!!!

Annars er smá afslöppun í æfingunum þessa vikuna og væntanlega þá næstu. Því ég fékk smá útrás á þriðjudaginn, og henti teppinu af stofunni hjá mér. Er þess vegna að vinna við það að mála það. Mikið var þetta teppi ógeðslegt. Getur ekki verið annað en ég lagist eitthvað í ofnæminu við að losna við það. En annars er ég búin að vera að reyna að losa mig við nokkur óþarfa kíló og eru ca. 9 kg. farin. Ferlega stollt af því og ætla að losa mig við eitthvað í viðbót. Svo gæti verið að maður færi eitthvað að fikta við spjótið ... hver veit?

Ekki meira núna en ég vona að það verði ekki margir mánuðir þar til að mér detti í hug að skrifa hérna inn aftur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?