<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, mars 09, 2010

Bjartsýni. 

Ef að það er ekki ástæða til að skrifa hérna þegar maður er bjartsýnn hvenær er það þá.
Ég held nefnilega að útsnúningurinn sé að koma hjá mér þessa dagana :)
Hver veit nema að maður fari að geta gert eitthvað að viti bráðlega.

Kv. Vigdís bjartsýna :)

miðvikudagur, mars 03, 2010

Blog eða ekki blog 

Jæja...
Það er orðin spurning hvort að maður eigi að halda þessu opnu eitthvað lengur. Það er er orðin ár og dagar síðan að ég skrifaði hérna síðast. Samt ekki alveg ár.

En ég ætla að gera smá tilraun til að skrifa eitthvað hérna, bara svona af því að mér finnst gaman að því að lesa það sem aðrir skrifa. Efast þó um að ég sé jafn skemmtileg og þeir hehe.

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég í pásu í Mastersverkefninu mínu og hef verið í þeirri pásu frá því í sumar. Valmöguleikarnir voru bara orðnir tveir:

1.
að fá skirteini upp á Mastersgráðu í Tölvunarfræði en vera með stóran mínus í bankabókinni og tapa þeirri litlu geðheilsu sem ég þó hef.
2.
vera ekki með skirteini upp á Mastersgráðu í Tölvunarfræði, geta sinnt vinnunni minni og haldið í þá litlu geðheilsu sem ég þó hef.

Klára þetta einhvertíma síðar :)

Annars hef ég verið í heilmiklu basli í íþróttabrölti mínu síðan að ég skrifaði síðast. Ég taldi mig vera á góðri leið með að verða tilbúin fyrir almennilegan æfingavetur í vetur en keppti þó á nokkrum mótum í sumar. Það tókst bara ágætlega miðað við aldur og fyrri störf.... eða æfingamagn síðustu vetra.
Eitthvað fór ég nú yfir strikið þar sem að ég þóttist vera orðin blakkona ... sem endaði þannig að ég fór úr axlarlið á vinstri hendi í leik 12. júli. Eftir það hef ég átt miserfitt með að klóra mér í hausnum og als ekki getað lyft ólympískar. Þetta þýðir það að fæturnir hafa fengið að finna fyrir því í ræktinni og svo hefur sjúkraþjálfarinn minn getað skemmt sér við að pína mig reglulega. Fór síðan í speglun 12. janúar og lagaðist heilmikið þó að það sé mikil vinna eftir til að fá þetta í lag, sem ég stefni á þó að það kosti blóð svita og tár og kannski fleiri aðgerðir. En blak ætla ég ekki að spila aftur.

Jæja ekki er mér nú að takast að skrifa skemmtilegan pistil í þetta skiptið, en þetta var líka meira svona frétta færsla.

En til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá er ég bara hress enda búin að gera ítrekaðar tilraunir til að horfa á vetrarólympíuleikana síðustu viku og þess vegna fengið heilmikinn svefn, og það er kom smá SNJÓR.
Alveg magnað hvað ég hressist öll við að komast í þokkalegann snjó.

En ætli það komi nokkur sála til með að lesa þetta bull sem ég setti hérna inn?
Efast um það.

Bestu kveðjur frá stopula skrifaranum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?