þriðjudagur, mars 09, 2010
Bjartsýni.
Ef að það er ekki ástæða til að skrifa hérna þegar maður er bjartsýnn hvenær er það þá.
Ég held nefnilega að útsnúningurinn sé að koma hjá mér þessa dagana :)
Hver veit nema að maður fari að geta gert eitthvað að viti bráðlega.
Kv. Vigdís bjartsýna :)
Ég held nefnilega að útsnúningurinn sé að koma hjá mér þessa dagana :)
Hver veit nema að maður fari að geta gert eitthvað að viti bráðlega.
Kv. Vigdís bjartsýna :)
miðvikudagur, mars 03, 2010
Blog eða ekki blog
Jæja...
Það er orðin spurning hvort að maður eigi að halda þessu opnu eitthvað lengur. Það er er orðin ár og dagar síðan að ég skrifaði hérna síðast. Samt ekki alveg ár.
En ég ætla að gera smá tilraun til að skrifa eitthvað hérna, bara svona af því að mér finnst gaman að því að lesa það sem aðrir skrifa. Efast þó um að ég sé jafn skemmtileg og þeir hehe.
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég í pásu í Mastersverkefninu mínu og hef verið í þeirri pásu frá því í sumar. Valmöguleikarnir voru bara orðnir tveir:
1.
að fá skirteini upp á Mastersgráðu í Tölvunarfræði en vera með stóran mínus í bankabókinni og tapa þeirri litlu geðheilsu sem ég þó hef.
2.
vera ekki með skirteini upp á Mastersgráðu í Tölvunarfræði, geta sinnt vinnunni minni og haldið í þá litlu geðheilsu sem ég þó hef.
Klára þetta einhvertíma síðar :)
Annars hef ég verið í heilmiklu basli í íþróttabrölti mínu síðan að ég skrifaði síðast. Ég taldi mig vera á góðri leið með að verða tilbúin fyrir almennilegan æfingavetur í vetur en keppti þó á nokkrum mótum í sumar. Það tókst bara ágætlega miðað við aldur og fyrri störf.... eða æfingamagn síðustu vetra.
Eitthvað fór ég nú yfir strikið þar sem að ég þóttist vera orðin blakkona ... sem endaði þannig að ég fór úr axlarlið á vinstri hendi í leik 12. júli. Eftir það hef ég átt miserfitt með að klóra mér í hausnum og als ekki getað lyft ólympískar. Þetta þýðir það að fæturnir hafa fengið að finna fyrir því í ræktinni og svo hefur sjúkraþjálfarinn minn getað skemmt sér við að pína mig reglulega. Fór síðan í speglun 12. janúar og lagaðist heilmikið þó að það sé mikil vinna eftir til að fá þetta í lag, sem ég stefni á þó að það kosti blóð svita og tár og kannski fleiri aðgerðir. En blak ætla ég ekki að spila aftur.
Jæja ekki er mér nú að takast að skrifa skemmtilegan pistil í þetta skiptið, en þetta var líka meira svona frétta færsla.
En til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá er ég bara hress enda búin að gera ítrekaðar tilraunir til að horfa á vetrarólympíuleikana síðustu viku og þess vegna fengið heilmikinn svefn, og það er kom smá SNJÓR.
Alveg magnað hvað ég hressist öll við að komast í þokkalegann snjó.
En ætli það komi nokkur sála til með að lesa þetta bull sem ég setti hérna inn?
Efast um það.
Bestu kveðjur frá stopula skrifaranum.
Það er orðin spurning hvort að maður eigi að halda þessu opnu eitthvað lengur. Það er er orðin ár og dagar síðan að ég skrifaði hérna síðast. Samt ekki alveg ár.
En ég ætla að gera smá tilraun til að skrifa eitthvað hérna, bara svona af því að mér finnst gaman að því að lesa það sem aðrir skrifa. Efast þó um að ég sé jafn skemmtileg og þeir hehe.
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég í pásu í Mastersverkefninu mínu og hef verið í þeirri pásu frá því í sumar. Valmöguleikarnir voru bara orðnir tveir:
1.
að fá skirteini upp á Mastersgráðu í Tölvunarfræði en vera með stóran mínus í bankabókinni og tapa þeirri litlu geðheilsu sem ég þó hef.
2.
vera ekki með skirteini upp á Mastersgráðu í Tölvunarfræði, geta sinnt vinnunni minni og haldið í þá litlu geðheilsu sem ég þó hef.
Klára þetta einhvertíma síðar :)
Annars hef ég verið í heilmiklu basli í íþróttabrölti mínu síðan að ég skrifaði síðast. Ég taldi mig vera á góðri leið með að verða tilbúin fyrir almennilegan æfingavetur í vetur en keppti þó á nokkrum mótum í sumar. Það tókst bara ágætlega miðað við aldur og fyrri störf.... eða æfingamagn síðustu vetra.
Eitthvað fór ég nú yfir strikið þar sem að ég þóttist vera orðin blakkona ... sem endaði þannig að ég fór úr axlarlið á vinstri hendi í leik 12. júli. Eftir það hef ég átt miserfitt með að klóra mér í hausnum og als ekki getað lyft ólympískar. Þetta þýðir það að fæturnir hafa fengið að finna fyrir því í ræktinni og svo hefur sjúkraþjálfarinn minn getað skemmt sér við að pína mig reglulega. Fór síðan í speglun 12. janúar og lagaðist heilmikið þó að það sé mikil vinna eftir til að fá þetta í lag, sem ég stefni á þó að það kosti blóð svita og tár og kannski fleiri aðgerðir. En blak ætla ég ekki að spila aftur.
Jæja ekki er mér nú að takast að skrifa skemmtilegan pistil í þetta skiptið, en þetta var líka meira svona frétta færsla.
En til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá er ég bara hress enda búin að gera ítrekaðar tilraunir til að horfa á vetrarólympíuleikana síðustu viku og þess vegna fengið heilmikinn svefn, og það er kom smá SNJÓR.
Alveg magnað hvað ég hressist öll við að komast í þokkalegann snjó.
En ætli það komi nokkur sála til með að lesa þetta bull sem ég setti hérna inn?
Efast um það.
Bestu kveðjur frá stopula skrifaranum.
sunnudagur, apríl 19, 2009
Upplýsingar frá VG
Ágætu lesendur!
(... sem eru væntanlega ekki orðnir margir þar sem ég hef ekki skrifað neitt hérna inn í langan tíma.)
Ég vildi bara forða ykkur frá miklum misskilningi sem mig grunar að sé kominn upp. Fljótlega upp úr því að ég fór að tjá mig eitthvað um mínar pólitísku skoðanir fór fylgi Vinstri Grænna að aukast verulega. Vissulega er ég græn en ég er ekki Vinstri Græn... Ég er afskaplega mikið Framsóknar græn.
Þannig að til að upplýsa ykkur þá eruð þið EKKI að kjósa mig þegar þið kjósið VG.
Ég er ekki í framboði, en ef þið höfðuð í huga að kjósa mig þá skuluð þið endilega kjósa Framsókn :)
XB XB XB
Kv. VG Ekki Vinstri Græn
(... sem eru væntanlega ekki orðnir margir þar sem ég hef ekki skrifað neitt hérna inn í langan tíma.)
Ég vildi bara forða ykkur frá miklum misskilningi sem mig grunar að sé kominn upp. Fljótlega upp úr því að ég fór að tjá mig eitthvað um mínar pólitísku skoðanir fór fylgi Vinstri Grænna að aukast verulega. Vissulega er ég græn en ég er ekki Vinstri Græn... Ég er afskaplega mikið Framsóknar græn.
Þannig að til að upplýsa ykkur þá eruð þið EKKI að kjósa mig þegar þið kjósið VG.
Ég er ekki í framboði, en ef þið höfðuð í huga að kjósa mig þá skuluð þið endilega kjósa Framsókn :)
XB XB XB
Kv. VG Ekki Vinstri Græn
föstudagur, desember 12, 2008
He he
Verð bara eiginlega að setja þetta hérna inn...
Var núna loksins að lesa stjörnuspána mína fyrir daginn sem er eiginlega búinn. Hún hlómar svona
Eins gott að ég las þetta ekki fyrr því þá hefði ég kannski skroppið út í rokið til að fjúka með kerrunum og yfirbreiðslunum!!!
Var núna loksins að lesa stjörnuspána mína fyrir daginn sem er eiginlega búinn. Hún hlómar svona
Það er allt á ferð og flugi í kring um þig og þú ættir bara að láta það eftir þér að taka þátt í leiknum. Ef þú aðeins tækir sjálfan þig alvarlega mun fólk taka enn meira mark á þér.
Eins gott að ég las þetta ekki fyrr því þá hefði ég kannski skroppið út í rokið til að fjúka með kerrunum og yfirbreiðslunum!!!
þriðjudagur, desember 02, 2008
Kreppa... og önnur verkefni!!
Jæja, það er víst kreppa!
Þar sem að allir eru að tala um kreppu þá einhvernveginn berst maður með straumnum. Er farin að spara í ólíklegustu hlutum. En ég get svarið það að ég ætla ekki að gera þau mistök aftur að spara í klósettpappír. Ég í einhverri fyrringu ákvað að kaupa ekki uppáhalds klósettpapprírinn minn síðast, og ég er alveg komin að því að henda honum... ekki mikill sparnaður í því.
En ekki meira um kreppuna. Ég er búin að vera þokkalega dugleg í þreksalnum síðustu vikurnar og er að ég held komin yfir mestu strengina. Held ég verði tilbúin í alvöruæfingar fljótlega... jafnvel strax í janúar. Stefni á það!
Hvað önnur verkefni varðar þá er ég búin að taka að mér nokkrar tölvuviðgerðir upp á síðkastið og í fyrsta skippti á æfinni var ég næstum búin að gefast upp á að koma stýrikerfi upp ... Fáránlegt móðurborð ... Dell drasl! Lærði samt mikið á því!!
En það verkefni sem ætti í rauninni að vera VERKEFNIÐ. Sem sagt meistaraverkefnið mitt hefur ekki gengið eins vel og ég vildi, og er komin með stórann hnút í magann yfir því. En núna er vonandi aðeins farið að birta til. Allavega þarf ég að fara að losa um hnútinn.
S.s. ekki lengra blogg í dag, best að snúa sér aftur að bókunum.
Þar sem að allir eru að tala um kreppu þá einhvernveginn berst maður með straumnum. Er farin að spara í ólíklegustu hlutum. En ég get svarið það að ég ætla ekki að gera þau mistök aftur að spara í klósettpappír. Ég í einhverri fyrringu ákvað að kaupa ekki uppáhalds klósettpapprírinn minn síðast, og ég er alveg komin að því að henda honum... ekki mikill sparnaður í því.
En ekki meira um kreppuna. Ég er búin að vera þokkalega dugleg í þreksalnum síðustu vikurnar og er að ég held komin yfir mestu strengina. Held ég verði tilbúin í alvöruæfingar fljótlega... jafnvel strax í janúar. Stefni á það!
Hvað önnur verkefni varðar þá er ég búin að taka að mér nokkrar tölvuviðgerðir upp á síðkastið og í fyrsta skippti á æfinni var ég næstum búin að gefast upp á að koma stýrikerfi upp ... Fáránlegt móðurborð ... Dell drasl! Lærði samt mikið á því!!
En það verkefni sem ætti í rauninni að vera VERKEFNIÐ. Sem sagt meistaraverkefnið mitt hefur ekki gengið eins vel og ég vildi, og er komin með stórann hnút í magann yfir því. En núna er vonandi aðeins farið að birta til. Allavega þarf ég að fara að losa um hnútinn.
S.s. ekki lengra blogg í dag, best að snúa sér aftur að bókunum.
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Bloggedí Blogg
Jæja best að skrifa... en um hvað??? Humm!!!
Ég er mikið að hugsa um að fara að koma mér í form... ekki bara að reyna að losa mig við aukakíló. Er búin að breyta aðeins æfingunum hjá mér. Tvær Clean æfingar búnar eftir breytingu og VÁÁÁ hvað ég fékk mikla strengi í trappana... Þó svo að ég færi rosalega varlega og tæki fáránlega léttar þyngdir!! Þyndirnar koma svo síðar ;)
En ég held áfram að hlaup mína 8 km á dag eftir lyftingarnar... ætla ekkert að þyngja mig neitt.
En ef ég skrifa um eitthvað annað en æfingar þá finnst mér ég enn vera að ausa vatni með gaffli þegar ég er að vinna í mastersverkefninu mínu. Held það sé vegna þess að ég er ekki með neinn brennandi áhuga á þessu í augnablikinu. Gerði mér grein fyrir því fyrir stuttu. Mér varð nefnilega það á að fara í sveitina um helgina og fara á folalda sýningu á laugardaginn. Ohhhhh það er svo gaman að vesenast með hestunum. Folöldin voru svo falleg. Mér finnst samt Bjartur minn flottastur þó svo að hinum finnist það kannski ekki.
Þeim fannst hann hinsvegar hafa áhugaverðann lit. Enda næstum því alveg albínói með blá augu (Glaseygur) og Strípa mín mjólkar greinilega mjög vel því hann var að ég held stærsta folaldið á sýningunni. Kastaður 1. júní sem er ekkert óvanalega snemma eða neitt.
Á sunnudaginn fór ég síðan í Grjótasúpu!! Til að útskýra það betur þá er ég sem sagt Grjót ... er af Grjótaætt. Og við hittumst og borðuðum súpu og spjölluðum saman og kynntumst aðeins betur. Hellings mæting held það hafi verið um 200 manns sem mættu. Langt síðan að maður hitti suma þarna og aðra er maður búinn að hitta kannski aðeins of oft upp á síðkastið (þegar maður hittir þá bara í jarðaförum). En það var einmitt ástæðan fyrir því að Gunna og Gréta drifu í því að koma þessari súpu á. Það er ómögulegt að hittast bara í jarðaförum. Takk fyrir það framtaksgóðu frænkur!
Núna ætla ég að fara að koma mér í það að lesa...
þegar ég er búin að fá mér að borða!!
Ég er mikið að hugsa um að fara að koma mér í form... ekki bara að reyna að losa mig við aukakíló. Er búin að breyta aðeins æfingunum hjá mér. Tvær Clean æfingar búnar eftir breytingu og VÁÁÁ hvað ég fékk mikla strengi í trappana... Þó svo að ég færi rosalega varlega og tæki fáránlega léttar þyngdir!! Þyndirnar koma svo síðar ;)
En ég held áfram að hlaup mína 8 km á dag eftir lyftingarnar... ætla ekkert að þyngja mig neitt.
En ef ég skrifa um eitthvað annað en æfingar þá finnst mér ég enn vera að ausa vatni með gaffli þegar ég er að vinna í mastersverkefninu mínu. Held það sé vegna þess að ég er ekki með neinn brennandi áhuga á þessu í augnablikinu. Gerði mér grein fyrir því fyrir stuttu. Mér varð nefnilega það á að fara í sveitina um helgina og fara á folalda sýningu á laugardaginn. Ohhhhh það er svo gaman að vesenast með hestunum. Folöldin voru svo falleg. Mér finnst samt Bjartur minn flottastur þó svo að hinum finnist það kannski ekki.
Þeim fannst hann hinsvegar hafa áhugaverðann lit. Enda næstum því alveg albínói með blá augu (Glaseygur) og Strípa mín mjólkar greinilega mjög vel því hann var að ég held stærsta folaldið á sýningunni. Kastaður 1. júní sem er ekkert óvanalega snemma eða neitt.
Á sunnudaginn fór ég síðan í Grjótasúpu!! Til að útskýra það betur þá er ég sem sagt Grjót ... er af Grjótaætt. Og við hittumst og borðuðum súpu og spjölluðum saman og kynntumst aðeins betur. Hellings mæting held það hafi verið um 200 manns sem mættu. Langt síðan að maður hitti suma þarna og aðra er maður búinn að hitta kannski aðeins of oft upp á síðkastið (þegar maður hittir þá bara í jarðaförum). En það var einmitt ástæðan fyrir því að Gunna og Gréta drifu í því að koma þessari súpu á. Það er ómögulegt að hittast bara í jarðaförum. Takk fyrir það framtaksgóðu frænkur!
Núna ætla ég að fara að koma mér í það að lesa...
þegar ég er búin að fá mér að borða!!
þriðjudagur, október 14, 2008
Hvað kemur til??
Vá ég bara allt í einu datt í hug að ég ætti að blogga... Veit ekki afhverju.
Allavega þá er kennslan að verða búin. Bara prófið á morgun og svo dembi ég mér aftur í Mastersverkefnið.
Veit ekki alveg hvort mér hlakki til. Þar sem að það gekk frekar hægt hjá mér í haust. En ef ég spýti í lófana, hisja upp um mig buxurnar og bretti upp ermarnar þá ætti ég að komast af stað og þá hlýtur mér að finnast þetta það spennandi að það verði ekki skúrað á hverjum degi í Himnaríki.
Annars verð ég að segja það að ég er óskaplega fegin að hafa ekki átt neinu að tapa í þessu efnahagsbulli sem er í gangi. Bíllinn minn er að vísu aðeins dýrari núna á mánuði en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, Því ég mun ekki svelta sama hvað gengur á. Var nefnilega að byrja með Seif (4 vetra folann minn) í tamningu og hann er bara stórhættulega hrekkjóttur. Þar af leiðandi verður hrossakjöt í kistunni fljótlega. Namm!!!
Annars er smá afslöppun í æfingunum þessa vikuna og væntanlega þá næstu. Því ég fékk smá útrás á þriðjudaginn, og henti teppinu af stofunni hjá mér. Er þess vegna að vinna við það að mála það. Mikið var þetta teppi ógeðslegt. Getur ekki verið annað en ég lagist eitthvað í ofnæminu við að losna við það. En annars er ég búin að vera að reyna að losa mig við nokkur óþarfa kíló og eru ca. 9 kg. farin. Ferlega stollt af því og ætla að losa mig við eitthvað í viðbót. Svo gæti verið að maður færi eitthvað að fikta við spjótið ... hver veit?
Ekki meira núna en ég vona að það verði ekki margir mánuðir þar til að mér detti í hug að skrifa hérna inn aftur.
Allavega þá er kennslan að verða búin. Bara prófið á morgun og svo dembi ég mér aftur í Mastersverkefnið.
Veit ekki alveg hvort mér hlakki til. Þar sem að það gekk frekar hægt hjá mér í haust. En ef ég spýti í lófana, hisja upp um mig buxurnar og bretti upp ermarnar þá ætti ég að komast af stað og þá hlýtur mér að finnast þetta það spennandi að það verði ekki skúrað á hverjum degi í Himnaríki.
Annars verð ég að segja það að ég er óskaplega fegin að hafa ekki átt neinu að tapa í þessu efnahagsbulli sem er í gangi. Bíllinn minn er að vísu aðeins dýrari núna á mánuði en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, Því ég mun ekki svelta sama hvað gengur á. Var nefnilega að byrja með Seif (4 vetra folann minn) í tamningu og hann er bara stórhættulega hrekkjóttur. Þar af leiðandi verður hrossakjöt í kistunni fljótlega. Namm!!!
Annars er smá afslöppun í æfingunum þessa vikuna og væntanlega þá næstu. Því ég fékk smá útrás á þriðjudaginn, og henti teppinu af stofunni hjá mér. Er þess vegna að vinna við það að mála það. Mikið var þetta teppi ógeðslegt. Getur ekki verið annað en ég lagist eitthvað í ofnæminu við að losna við það. En annars er ég búin að vera að reyna að losa mig við nokkur óþarfa kíló og eru ca. 9 kg. farin. Ferlega stollt af því og ætla að losa mig við eitthvað í viðbót. Svo gæti verið að maður færi eitthvað að fikta við spjótið ... hver veit?
Ekki meira núna en ég vona að það verði ekki margir mánuðir þar til að mér detti í hug að skrifa hérna inn aftur.