<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

51 dagar til brottfarar 

Jæja nú er svo komið að ég hlakka svo til að fara til Georgiu um páskana að ég er farin að telja niður dagana þar til að ég legg í hann. Það eru semsagt 51 dagar þangað til. Get bara varla beðið svo lengi. Svona ferðir eru náttla bara snilld og það sérstaklega þeger ferðinni er heitið á þann stað sem ég var í 3 og hálft ár í skóla, þannig að maður þekkir sig nokkuð vel og verður félagsskapurinn ekki til að kvarta yfir.
Annars er ég bara enn alveg þokkalega með hálsríg, en get samt alveg unnið og æft með nokkrum "rabbitum!". Það sem maður leggur ekki á sig til að geta skemmt sér við að kasta og æfa. Ég hef svo ekki samvisku til að sleppa því að mæta í vinnuna en fara samt á æfingu, þó svo að ég geti alveg komist hjá því að líta snöggt til hliðar á æfingum en ég á erfiðara með það í vinnunni.
Það er miðvikudagur í dag og það þýðir bara eitt hjá mér. ??? Æfing í Egilshöll!!! Jibbí
Svo var ég að frétta það að Hvanneyringar ætli að halda grímuball á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er bara málið að finna sér einhvern búning ef maður skyldi drífa sig. Einhverjar upástungur??

Rosalega þarf ég að fara að laga til og bæta við einhverju hérna á síðunni, t.d. fleiri linkum.

Bless í­ dag eru það sem sagt 51 dagar.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?