laugardagur, febrúar 21, 2004
Bætingar
Ekkert smá hvað íslenskt frjálsíþróttafólk er mikið að bæta sig núna. Silja með Íslandsmet í 200 m, gott 400 m hlaup og ef ég þekki hana rétt ætlar hún að hlaupa betur í úrslitunum. Bjössi Margeirs með Íslandsmet í 800 m og hvað veit maður hvað hann gerir í 1500 m. Síðan voru nokkrar bætingar á fyrridegi í þrautinni. Þannig að fólk er bara heitt. Vonandi heldur þetta svona áfram.... Ég er ekkert smá glöð fyrir hönd þessa fólks.
Annars er ég bara búin að vera heima að slappa af. Sá nokkrum sumarblómum með mömmu, horfa á imbann og svo framv. Er annars komin með nýtt plan hvað varðar sjónvarpsgláp og liðleika.... Það er það að ég ætla að bæta liðleika minn, sem hefur ekki verið upp á marga fiska, með því að þegar ég horfi á sjónvarpið þá verður teygt.
41 dagur eftir af biðinni.
Annars er ég bara búin að vera heima að slappa af. Sá nokkrum sumarblómum með mömmu, horfa á imbann og svo framv. Er annars komin með nýtt plan hvað varðar sjónvarpsgláp og liðleika.... Það er það að ég ætla að bæta liðleika minn, sem hefur ekki verið upp á marga fiska, með því að þegar ég horfi á sjónvarpið þá verður teygt.
41 dagur eftir af biðinni.
Comments:
Skrifa ummæli