miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Dagurinn kenndur við miðju vikunnar
Undarlegir hutir sem manni dettur í hug. Í morgun t.d. var ég að velta fyrir mér nöfnin á vikudögunum. Óttalegt hugmyndaleysi í sumum þessum nöfnum. Sunnudagur er nú allt í lagi, næst kemur mánudagur. Jæja Sólina var komin og þá má ekki skilja Tunglið útundan. Næstu þrír dagar eru nú algjört hallæri. Þriðjudagur, miðvikudagur og fimmdudagur. Bara eitthvað um það hvar í röðinni þessir dagar eru afhverju þá ekki bara að láta þá heita dagur 3, dagur 4 og dagur 5. Fyrir utan það er mánudagur 1. dagur vinnuvikunnar og afhverju þá að láta vikuna byrja á sunnudegi. Jæja ásættanlegt að vilja byrja vikuna vel, þ.e. á frídegi. Síðan er það föstudagur. Einhver tenging við trú manna þegar nöfnin voru gefin en hver fastar eiginlega orðið núna? Ekki þekki ég nokkurn mann sem fastar, nema af brýnni nauðsin af læknisfræðilegum ástæðum. Laugardagurinn er síðan síðastur. Ég er bara sátt við Þetta nafn bendir fólki á að þrýfa sig svolítið og fara í laugarnar. Sem sagt það eru bara 3 dagar sem hafa hugmyndaríkt nafn og síðan eru hinir dagarnir bara klúður.
Annars er bara ágætis dagur. Egilshallardagur hjá mér. Ætla síðan að skella mér eftir það á Skagann.
37 mjakast þó hægt fari.
Annars er bara ágætis dagur. Egilshallardagur hjá mér. Ætla síðan að skella mér eftir það á Skagann.
37 mjakast þó hægt fari.
Comments:
Skrifa ummæli