<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Þetta er nú meira rokrassgatið!! 

Ég er alveg komin með það á hreint að Hvanneyri er eitt mesta rokrassgat sem til er. Man bara ekki eftir nema örfáum dögum þar sem ekki er rok. Það er einna helst um 6 á morgnanna sem hægt er að fá logn. Annars þá fór ég á æfingu í morgun ( ef æfingu mætti kallast) og fauk bara til, fram og til baka. Ætli þetta megi ekki kallast samblanda af viðnáms og yfirhraða sprettum. Þessi æfing var samt ekki eins áhættusöm og tröppuhoppin í Borgarnesi í gær. En þeim hoppum lauk þegar ég hætti að geta hitt á tröppurnar án þess að halda mér í handriðið. En hoppaði bara eins og ofvirk manneskja á blakæfingu í staðinn.

Svo er það Egilshöllin í kvöld.
Það er kominn upp einn galli við að fara í Reykjavíkina á æfingar. Sá galli er að útvarðið í bílnum mínum er endanlega ónýtt. Það heyrist bara ekki neitt í því. Ég verð þess vegna bara að singja ein núna, sem er náttla bara ekki nógu gott, því ég festist bara á einu lagi og sing það alla leiðina. Langtum meiri fjölbreytni að fá alltaf ný og ný lög til að singja með. Annar möguleiki er líka að hringja í einhvern og tala alla leiðina, en það er bara of kostnaðarsamt til lengdar. Þriðji möguleikinn er að nota tímann til að hugsa, en ég geri að sumra mati nú þegar of mikið af því, þannig að ég held mig bara við sönginn. Og þar sem ég er ein í bílnum þá skemmi ég ekki eyrun á neinum með lélegum söng ;)


Núna eru 44 dagar til stefnu og þeim fækkar dag frá degi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?