<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 13, 2004

ÚFF!!! 

Ofboðslega finnst mér rok og rigning leiðinlegt verður. Sérstaklega þegar maður þarf mikið að labba á milli staða. Fyrst af öllu þá sér maður ekkert hvert maður er að fara því maður lokar augunum til að fá ekki rigninguna beint í augun, síðan þó að maður sé í "vatnsheldum" fötum þá lekur alltaf niður hálsmálið og rennur á sokkana þegar maður fer úr skónum og svo framv. Persónulega tel ég að svona dagar ættu að vera lögboðnir frídagar. Það er bara ekki hægt að ætlast til að fólk fari fram úr rúmminu á svona dögum. Siðan er föstudagurinn 13. þar að auki.
Talandi um föstudaginn 13. Þá hefur sá dagur svosem ekki boðað fleiri óhöpp hjá mér en aðrir dagar, nema síður sé. Ótrúlegt hvað hjátrúin er sterk hjá sumum. Það trúir því bara að það sé óhappadagur, og þá lendir það í fleiri óhöppum, eða tekur allavega frekar eftir því að það lendir í óhöppum.

49 dagar í Athens

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?