<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 23, 2004

Helgin búin 

Jæja helgin er búin, ný vinnu- og æfingavika hafin, og í vikunni verður Auðunn afi minn 91. árs. Þess vegna komum við fjölskyldan saman í Hótelinu hans Ólafs (Hótel Selfoss). Alltaf gaman að hitta fjölskylduna.
Annars er alveg ótrúlegt hvað það að breyta út af vananum getur verið stressandi. Þó svo að það sé ekki nokkurt tilefni til þess. Ég nefnilega ákvað að koma seint í vinnuna í dag því ég þurfti að koma við í Rvk. á leiðinni heiman frá mér. Bara það að vakna á venjulegum tíma kl. 7 var bara stressandi af því að það er annað rúm en ég er vön að vakna í á mánudögum. Ég vaknaði bara stessuð og gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér fyrir það.
Jæja nú verður æfingin í kvöld nokkuð erfið þar sem að ég tók ekki morgun æfingu í dag.
Núna eru bara 39 dagar eftir

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?