þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Hvað er í gangi?
Upp er runninn sprengidagur, ákaflega skýr og fagur...... reyndar svoldið kaldur.
Það verður ekki neitt saltkjöt hjá mér og ekki heldur baunir, en bollurnar sluppu ekki alveg í gær.
Annars er svo skrítið hvernig nemendur haga sér. Ég er búin að vera kenna núna frá því um áramót og allt í lagi með það, en núna eru menn allt í einu að fatta að það eru að koma próf. Ekkert smá finndið hvað allir gera þetta á sama tíma. Það var bara ekki nokkur friður í dag fyrir nemendum að spurja spurninga. Hvernig er þetta, afhverju og hversvegna?
Þetta er svolítið skrítið því það er nú ekki svo langt síðan að ég var einmitt í þeirra sporum, og furðulegt hvað það er öðruvísi tilfinning að búa til prófin í stað þess að taka þau. Maður verður þó svoltið stressaður en á allt annan hátt. Eru þetta mátulega erfiðar spurningar, eru einhverjar villur í þessu, gleymdi ég nokkuð að kenna þeim þetta... og svo framvegis.
Jæja páskarnir nálgast og það eru 38 dagar þar til ég fer út.
Það verður ekki neitt saltkjöt hjá mér og ekki heldur baunir, en bollurnar sluppu ekki alveg í gær.
Annars er svo skrítið hvernig nemendur haga sér. Ég er búin að vera kenna núna frá því um áramót og allt í lagi með það, en núna eru menn allt í einu að fatta að það eru að koma próf. Ekkert smá finndið hvað allir gera þetta á sama tíma. Það var bara ekki nokkur friður í dag fyrir nemendum að spurja spurninga. Hvernig er þetta, afhverju og hversvegna?
Þetta er svolítið skrítið því það er nú ekki svo langt síðan að ég var einmitt í þeirra sporum, og furðulegt hvað það er öðruvísi tilfinning að búa til prófin í stað þess að taka þau. Maður verður þó svoltið stressaður en á allt annan hátt. Eru þetta mátulega erfiðar spurningar, eru einhverjar villur í þessu, gleymdi ég nokkuð að kenna þeim þetta... og svo framvegis.
Jæja páskarnir nálgast og það eru 38 dagar þar til ég fer út.
Comments:
Skrifa ummæli