sunnudagur, febrúar 15, 2004
Ánægjulegur gærdagur, síðri dagur í dag
Dagurinn í gær var einn af þessum góðu dögum.
Hann byrjaði á að sofa vel og langt fram eftir. S'iðan var borðað þetta líka fína slátur, sem er hættulega gott að mínu mati. Eftir það fór ég til Hörpu mágkonu í nudd. (Rosalega er hún nú alltaf góð). Síðan hélt ég áfram frá Hveragerði, gegnum Reykjavík og í Hafnarfjörðinn, nánar tiltekið í Kaplakrikan að fylgjast með Meistaramótin. Sá þar marga góða hluti og hitti margt skemmtilegt fólk. Átti líka spjall við Guðmund landsliðsþjálfara sem tjáði mér að eftir miklar vangaveltur ÍÞA ( Íþrótta og Afreksnefndar) þá væri ég valin í Ólympíuhóp FRÍ. Eftir þetta gat dagurinn bara ekki orðið betri og í tilefni af því þá kom ég við í blómabúð á leiðinni heim og verslaði mér blóm til að skreyta aðeins í kringum mig heima.
Frá deginum í dag er það að frétta að það komst minkur inn í andakofan hjá okkur og drap eina öndina og særði hinar 3. Pabbi koma að minknum og var ekki lengi að stúta honum. Vonandi lifa þessar 3 sem eftir eru af. En núna eru þær bara lamaðar af hræðslu. Og liggja bara í einu horninu í kofanum og fylgjast mjög grannt með því sem í kringum þær er. Við mamma erum búnar að spreyja þær með sótthreinsandi og ég bætti hreynum hálmi undir þær. Vildi bara að maður gæti gert eitthvað meira fyrir þær.
Það er annars ótrúlegt hvað maður getur tengst miklum böndum vð dýr. Þó svo að tilgangurinn með að hafa þau séu bara að fjölga þeim og égta afkvæmi þeirra.
Annars fór ég aðeins út á tún áðann og kastaði spjóti. bara til að koma aðiens við spjótið og kanna hvernig frostinu í jörðinni liði. Ekki neitt alvöru kastæfing, bara á joggurunum á hrímuðu túninu. Þð er samt alveg orðið þyðið ofan á klakanum þannig að það er ekkert mál að kasta. Vonandi er þetta líka svona í Borgarnesi, þannig að ég geti tekið almennilega kastæfingu á morgun. Það væri nú lúxus.
Annars eru 47 dagar til Æfingabúða.
Hann byrjaði á að sofa vel og langt fram eftir. S'iðan var borðað þetta líka fína slátur, sem er hættulega gott að mínu mati. Eftir það fór ég til Hörpu mágkonu í nudd. (Rosalega er hún nú alltaf góð). Síðan hélt ég áfram frá Hveragerði, gegnum Reykjavík og í Hafnarfjörðinn, nánar tiltekið í Kaplakrikan að fylgjast með Meistaramótin. Sá þar marga góða hluti og hitti margt skemmtilegt fólk. Átti líka spjall við Guðmund landsliðsþjálfara sem tjáði mér að eftir miklar vangaveltur ÍÞA ( Íþrótta og Afreksnefndar) þá væri ég valin í Ólympíuhóp FRÍ. Eftir þetta gat dagurinn bara ekki orðið betri og í tilefni af því þá kom ég við í blómabúð á leiðinni heim og verslaði mér blóm til að skreyta aðeins í kringum mig heima.
Frá deginum í dag er það að frétta að það komst minkur inn í andakofan hjá okkur og drap eina öndina og særði hinar 3. Pabbi koma að minknum og var ekki lengi að stúta honum. Vonandi lifa þessar 3 sem eftir eru af. En núna eru þær bara lamaðar af hræðslu. Og liggja bara í einu horninu í kofanum og fylgjast mjög grannt með því sem í kringum þær er. Við mamma erum búnar að spreyja þær með sótthreinsandi og ég bætti hreynum hálmi undir þær. Vildi bara að maður gæti gert eitthvað meira fyrir þær.
Það er annars ótrúlegt hvað maður getur tengst miklum böndum vð dýr. Þó svo að tilgangurinn með að hafa þau séu bara að fjölga þeim og égta afkvæmi þeirra.
Annars fór ég aðeins út á tún áðann og kastaði spjóti. bara til að koma aðiens við spjótið og kanna hvernig frostinu í jörðinni liði. Ekki neitt alvöru kastæfing, bara á joggurunum á hrímuðu túninu. Þð er samt alveg orðið þyðið ofan á klakanum þannig að það er ekkert mál að kasta. Vonandi er þetta líka svona í Borgarnesi, þannig að ég geti tekið almennilega kastæfingu á morgun. Það væri nú lúxus.
Annars eru 47 dagar til Æfingabúða.
Comments:
Skrifa ummæli