<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Þreyta.. 

Rosalega er maður eitthvað háður því að geta sofið almennilega. Ég er gjörsamlega búin að vera nánast í dag. Þufti sko að vinna til miðnættis í gær og vakna svo eldsnemma í morgun. Ekkert gaman. Svo voru menn bara að gera grín að mér fyrir að vera eitthvað þreytuleg. Ég hefði viljað sjá það fólk gera þá hluti sem ég er að gera. Þetta er ekkert grín, en ég kvarta ekki því þetta er það sem þarf ef maður ætlar að bæta sig. Eþaggi?
Annars er ég bara hrikalega ánægð með framtaksemina hjá mér í hádeginu. En ég bara dreif mig í það að koma á sambandi á tölvuna mína heima. Ekki málið, bara lauma einum þráðlausum sendi á góðann stað í skólahúsinu og allt virkar eins og í sögu. Eða eins og Þór frændi myndi segja "Það væri verra ef það væri betra!" Eftir þetta var ég komin á svo mikið skrið að ég dreif mig í að pannta Delphi bókina sem ég er búin að ætla að kaupa mér í nokkuð langan tíma. Ekki nein smá framtaksemi í einu hádegi. Sleppti því reyndar að vaska upp eftir matinn, en maður getur nú ekki gert allt.
Jæja nú er bara að fara að safna í sig orku til að takast á við æfingu kvöldsins sem ég ætla að verði hoppæfing dauðans í himnastiganum í Borgarnesi (fyrir þá sem þekkja ekki til þá er þetta alveg endalausar tröppur neðan frá íþróttavellinum eða því svæði og upp að grunnskólnaum. 85 tröppur als), og síðan létt lyftinaæfing á eftir ef ég næ að standa í fæturna.

Rosalega verður gott að fara að sofa í­ kvöld ; )

Markmiðið er að kasta lengra!!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?